Selfoss hleypti spennu í fallbaráttu Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með því að vinna HK, 26:22, í Sethöllinni á Selfossi. Þetta var annar sigur Selfossliðsins á HK-ingum í vetur.
Þar með hefur Selfossliðið átta stig eins og Víkingur sem á leik inni gegn Fram á morgun. Víkingur og Selfoss eru stigi á eftir HK sem tapað hefur þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni.
Grótta er næst fyrir HK, fjórum stigum á undan. HK eins og Selfoss á fjóra leiki eftir en Víkingur fimm.
Selfossliðið var marki yfir í hálfleik, 14:12, og hafði yfirhöndina allan síðari hálfleikinn.
HK á eftir leiki gegn: Fram (h), Víkingur (ú), Stjarnan (ú), ÍBV (h).
Víkingur á eftir leiki gegn: Fram (h), KA (ú), HK (h), Afturelding (ú), Stjarnan (h).
Selfoss á eftir leiki gegn: Stjarnan (ú), ÍBV (h), Haukar (ú), Grótta (h).
Staðan í Olísdeildum.
Mörk Selfoss: Sveinn Andri Sveinsson 9, Hans Jörgen Ólafsson 8, Jason Dagur Þórisson 3, Gunnar Kári Bragason 3, Alvaro Mallols Fernandez 1, Sölvi Svavarsson 1, Hannes Höskuldsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 14/1, 40% – Alexander Hrafnkelsson 0.
Mörk HK: Kristján Ottó Hjálmsson 9, Kári Tómas Hauksson 4/1, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Júlíus Flosason 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Jón Karl Einarsson 1, Sigurður Jefferson Guarino 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 8, 36,4% – Sigurjón Guðmundsson 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.