- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Byrjað á Norðurlandaslag

Rúmenskir stuðningsmenn landsliðsins hafa nýtt Instagram-reikning Noru Mörk til að bölsótast út í dómara í forkeppni Ólympíuleikana sem fram fór um síðustu helgi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppni í Meistaradeild kvenna í handknattleik hefst aftur um helgina eftir að gert var hlé á henni á meðan EM kvenna fór fram í desember. Það verður boðið uppá athygilsverðar viðureignir um helgina. Í A-riðli ber hæst að nefna Norðurlandaslaginn þar sem norska liðið Vipers, sem er enn ósigrað, tekur á móti danska liðinu Esbjerg sem ekki hefur unnið neinn af síðustu sjö leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Aðrir leikir í A-riðli eru CSM Bucaresti ferðast til Ungverjalands og vonast til að komast aftur á sigurbraut. Rússnesku meistararnir í Rostov-Don fara til Frakklands og mæta Metz. Leikmenn Rostov-Don vonast til að verða fyrsta liðið til að leggja Metz á heimavelli. Franska liðið tapaði síðast á heimavelli í keppninni árið 2017. 

Það er einnig boðið uppá baráttu á milli Frakklands og Rússlands í B-riðli þegar að franska liðið Brest freistar þess að bæta við fimmta sigurleiknum í röð þegar það fer til Moskvu og leikur gegn CSKA. Þá munu þær ungversku í Györ fara til Rúmeníu og spila gegn Valcea.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

Vipers – Esbjerg |Laugardagur 9. janúar kl 17.00

  • 13 leikmenn sem urðu Evrópumeistarar með Noregi á dögunum munu taka þátt í leiknum þar sem átta þeirra eru í herbúðum Vipers en fimm í leikmannahópi Esbjerg.
  • Þetta verður fyrsti leikur Vipers í Meistaradeildinni síðan 18. október þegar liðið gerði jafntefli við Esbjerg, 27-27.
  • Esbjerg hafur ekki sigrað í sjö leikjum í röð. Síðasti sigurleikurinn kom í fyrstu umferð gegn Bietigheim, 33-26.
  • Danska liðið er enn án Estavönu Polman en hún sleit krossband í ágúst.
  • Vipers hefur aldrei náð að vinna Esbjerg. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureign tímabilsins í deildinni. Esbjerg vann báða leiki liðanna á síðustu leiktíð.

FTC – CSM Búkaresti | Laugardagur 9. janúar kl 15.00

  • CSM hefur ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Liðið gerði jafntefli við Krim, 22-22, og tapaði fyrir Rostov-Don, 27-22. Báðir leikirnir voru á heimavelli CSM.
  • FTC hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum í Meistaradeildinni og hefur klifrað upp í fjórða sætið í riðlinum.
  • Rúmenska liðið verður án Alexandrinu Cabral-Barbosa, Biöncu Bazaliu og Dragönu Cvijic. Allar eru þær meiddar.
  • CSM hefur aðeins fengið á sig 24,75 mörk að jafnaði í leik til þessa. Fyrir vikið er það besta varnarlið riðilsins en einnig í sjötta sæti yfir flest skoruð mörk. CSM hefur skorað 26,5 mörk að meðaltali.
  • Rúmenska liðið hefur unnið sex af sjö leikjum þessara liða. Eini sigurleikur FTC var í janúar 2020, 33-23.

Bietigheim – Krim | Sunnudagur 10. janúar  kl 13.00

  • Krim er í sjötta sæti riðilsins með fjögur stig en það er tveimur stigum meira en þýska liðið sem er í neðsta sæti riðilsins.
  • Eini sigurleikur Krim á þessari leiktíð var á móti Bietigheim, 28-26.
  • Samkvæmt tölfræðinni eru þessi lið með slakasta varnarleikinn. Krim hefur fengið á sig 27,5 mörk að meðaltali en Bietigheim 30,75 mörk.
  • Bietigheim mun halda áfram að leggja allt traust sitt á Juliu Maidhof sem hefur skorað 42 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni. Hún er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn í Meistaradeildinni um þessar mundir.

Metz  – Rostov-Don | Sunnudagur 10. janúar  kl 15.00

  • Rostov er eitt þriggja liða sem er enn ósigrað í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Rostov er í efsta sæti riðilsins, hefur unnið 6 leiki og gert 1 jafntefli.
  • Metz hefur ekki tapað síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli, unnið 20 og gert 2 jafntefli. Síðasti tapleikur á heimavelli var í febrúar 2017.
  • Franski leikstjórnandinn, Grace Zaadi, mætir aftur á sinn gamla heimavöll Metz Arena. Hún leikur nú með rússneska liðinu Rostov Don en var í áratug leikmaður Metz áður en hún flutti til Rússlands.
  • Ef Esbjerg og Bietigheim tapa sínum leikjum um helgina þá dugar Rostov sigur í þessum leik til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.
  • Rússneska liðið hefur unnið 5 leiki í röð og vantar fjóra í viðbót til þess að bæta árangur sinn. Rostov lék frá október 2015 til febrúar 2016 átta leiki í röð og vann þá alla.
  • Metz hefur unnið 7 af síðustu 10 leikjum þessara liða.

B-riðill

CSKA – Brest | Laugardagur 9. janúar  kl 15.00

  • CSKA er í þriðja sæti riðilsins með 11 stig eftir sjö leiki en Brest er hins vegar í öðru sæti með 14 stig eftir níu leiki.
  • Í fyrri leik þessara liða í vetur vann CSKA með tveggja marka mun, 30-28. Það er um leið eini tapleikur Brest til þessa. Eftir tapið fyrir CSKA hefur Brest unnið fjóra leiki í röð.
  • CSKA hefur einnig aðeins tapað einum leik í riðlinum til þessa, gegn danska liðinu Odense Håndbold, 26-25.
  • Brest hefur skorað allra liða mest í Meistaradeildinni til þessa eða 272 mörk. Stórskyttan Ana Gros hefur skorað 67 af mörkunum 272.
  • Fimm leikmenn Brest voru í leikmannahópi Frakklands sem hlaut silfurverðlaun á EM kvenna í síðasta mánuði.

Odense – Podravka | Laugardagur 9. janúar  kl 15.00

  • Odense hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni og er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig eftir níu leiki.
  • Podravka eru í sjöunda sæti riðilsins með aðeins 2 stig. Liðið hefur tapað síðustu 5 leikjum sínum í Meistaradeildinni.
  • Dejana Milosavljevic, hægri skytta Podravka, var eini leikmaður liðsins í bronslandsliði Króata á EM sem lauk skömmu fyrir jól.
  • Í lok desember ákvað Mia Rej að ganga til liðs við Odense frá København. Hún varð markahæsti leikmaður Dana á EM. Rej er ætlað að fylla skarð Helenu Elver sem er meidd.
  • Það var einmitt Helena Elver sem skoraði flest mörk fyrir Odense gegn Podravka í fyrri leik liðanna sem Odense vann, 33-17.

Buducnost – Dortmund | Laugardagur 9. janúar  kl 17.00

  • Í fyrri leik liðanna í október fór lið Buducnost með sigur út býtum, 28-26. Það var jafnframt fyrsti sigurleikur Buducnost í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
  • Buducnost er í fimmta sæti riðilsins með 5 stig eftir sjö leiki.
  • Dortmund sem hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum, eru aðeins með 2 stig í sjöunda sæti riðilsins.
  • Eini sigurleikur þýska liðsins var gegn Podravka í Króatíu.
  • Í síðasta leik Buducnost, gegn ungverska liðinu Györ, náði svartfellska liðið þeim merka áfanga að verða fyrsta liðið í Meistaradeildinni til þess að skora 7.000 mörk. Nú er mörkin orðin 7.023.

Valcea – Györ | Sunnudagur 10. janúar  kl 15.00

  • Györ er eina ósigraða liðið í B-riðli en Valcea er hins vegar eina liðið í Meistardeildinni sem er enn án stiga.
  • Ungverska liðið hefur ekki tapað í 45 leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • Í fyrri leik liðanna fór Estelle Nze Minko á kostum og skoraði 10 mörk fyrir Györ.
  • Estelle Nze Minko er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn Meistaradeildar. Hún hefur skorað 43 mörk til þessa en liðsfélagi hennar, Stine Oftedal, er í níunda sæti með 40 mörk.
  • Átta leikmenn Györ unnu til verðlauna á Evrópumeistaramótinu sem fór fram á dögunum. Silje Solberg, Stine Oftedal, Veronica Kristiansen og Kari Brattset unnu gull með Noregi. Amandine Leynaud, Laura Glauser, Estelle Nze Minko og Beatrice Edwige hlutu silfurverðlaun með franska landsliðinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -