- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: CSM og Metz tróna á toppnum

Lysa Tchaptchet Defo leikmaður Vipers Kristiansand í leiknum í Búkarest. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Níunda umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina þar sem að meðal annars ungverska meistaraliðið Györ vann Budacnost frá Svartfjallalandi, 25 – 23 í Podgorica í leik umferðarinnar. CSM Búkaresti og Metz unnið bæði sína leiki og náðu þar með að tryggja sér toppsætin í riðlunum nú þegar að gert verður hlé í keppni í deildinni yfir hátíðarnar.

Staðan í riðlunum tveimur er neðst í greininni.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

FTC 43 – 19 Banik Most (20 – 11).

  • FTC vantaði aðeins tvö mörk uppá til þess að vinna sinn stærsta sigur Meistaradeildinni en metsigur liðsins er frá janúar 1997 þegar FTC vann Anagennisi Artas, 42 – 16.
  • Eftir brösuga byrjun náði ungverska liðið 12 – 3 kafla frá sjöttu til tuttugustu og þriðju mínútu.
  • Katrin Klujber, hægri skytta FTC skoraði 10 mörk í leiknum. Hún hefur skorað 66 mörk í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu.
  • Þetta var níundi tapleikur Banik Most í riðlinum og jafnframt sá tólfti í röð hjá liðinu í Meistaradeildinni. Liðið nálgast óðum met sem Krim setti í Meistaradeildinni frá nóvember 2014 þangað til í október 2016 þegar liðið tapaði 16 leikjum í röð.
Katrin Klujber t.v. skoraði 10 mörk fyrir FTC gegn Banik Most. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd/EPA

Brest 22 – 24 Krim (12 – 10)

  • Þetta var þriðji sigurleikur Krim í 21 útileik í Meistaradeild kvenna.
  • Jovanka Radicevic og Daria Dmitrieva skoruðu samtals 12 mörk fyrir Krim í leiknum.
  • Brest hefur nú tapað þremur heimaleikjum af fimm í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er einum leik meira en allt síðasta tímabil.
  • Jovana Risovic kom í mark Krim í seinni hálfleik. Hún átti heldur betur eftir að láta að sér kveða og varði 10 skot, 47,6% markvarsla.
  • Enn og aftur var sóknarleikurinn Brest að falli. Liðið skoraði 10 mörk í seinni hálfleik og sóknarnýtingin var aðeins 41%.
Leikmenn CSM fagna sigri á Evrópumeisturunum Vipers. Mynd/EPA

CSM Búkaresti 27 – 24 Vipers (15 – 16)

  • 8 – 2 kafli hjá CSM á milli 37. og 53. mínútu var lykillinn að sigri rúmenska liðsins í leiknum.
  • Eftir að hafa ekki náð að verja eitt einasta skot í fyrri hálfleik beit Marie Davidsen markvörður CSM í skjaldarrendur í síðari hálfleik og varði 12 skot.
  • Cristina Neagu skoraði 9 mörk í leiknum fyrir CSM. Hún hefur skorað 66 mörk í Meistaradeildinni í vetur. Neagu vantar einnig aðeins 24 mörk til þess að rjúfa 1.000 marka múrinn.
  • Rúmenska liðið hefur nú unnið sjö af níu leikjum sínum í Meistaradeildinni en það er besta byrjun liðsins í sögunni.

Bietigheim 24 – 27 Odense (16 – 13)

  • Heimakonur luku fyrri hálfleiknum með 5 – 1 kafla og margt benti til þess að það myndi duga til sigurs í leiknum.
  • Danska liðið neitaði hins vegar að gefast upp og náði 6 – 2 kafla í seinni hálfleik þar sem varnarleikur liðsins var mjög öflugur.
  • Melinda Szikora var öflug í markinu hjá Bietigheim í fyrri hálfleik. Hún varði 11 skot en náði sér ekki á strik í þeim síðari.
  • Lois Abbingh vinstri skytta Odense mætti til leiks á ný eftir barnsburð. Hún ól barn í september.
  • Þetta var fimmti sigurinn í röð hjá danska meistaraliðinu og hefur liðið ekki unnið fleiri leiki í röð í keppninni.
  • Eftir að hafa leikið sex sinnum án taps í upphafi keppninnar hefur þýska liðið nú tapað þremur leikjum í röð.

B-riðill:

Esbjerg 39 – 31 Kastamonu (23 – 17)

  • Esbjerg byrjaði leikinn af miklum krafti og var 5 – 0 yfir eftir sjö mínútur.
  • Leikmenn tyrkneska liðsins gerðu sig seka um mörg mistök sem danska liðið nýtti sér til að ná 10 marka forystu eftir átján mínútur.
  • Allir leikmenn Esbjerg fengu að spreyta sig í þessum leik.
  • Mouna Chebbha var markahæst í liði Kastamonu með 12 mörk.
  • Allir tólf útileikmenn danska liðsins náðu að skora en Kaja Kamp Nielsen var þeirra markahæst með sex mörk.

Storhamar 29 – 36 Rapid Búkaresti (15 – 17)

  • Leikurinn var jafn allt fram á 45. mínútu þó að gestirnir frá Rúmeníu væru heldur með frumkvæðið
  • Ivana Kapitanovic fór á kostum í markinu hjá Rapid. Hún varði sex skot á fyrstu þrettán mínútum leiksins.
  • Sorina Maria Grozav skoraði þrjú mikilvæg mörk fyrir Rapid um miðjan seinni hálfleikinn sem kom liðinu í fimm marka forystu, 27 – 22.
  • Maja Jakobsen var enn á ný markahæst hjá Storhamar með níu mörk.

    Buducnost 23 – 25 Györ (12 – 14)
  • Eftir að Györ byrjaði betur náðu leikmenn Buducnost að bíta frá sér og jafna metin, 5 – 5 á þrettándu mínútu.
  • Armelle Attingré átti góðan leik í marki Buducnost og var með 36% markvörslu.
  • Ungverska liðið nýtt sér mistök Buducnost undir lok fyrri hálfleiks og fór með tveggja marka forystu inní hálfleikinn.
  • Györ náði fjögurra marka forskoti, 20 – 16. Leikmenn Buducnost neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 22 – 21 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.
  • Liðin höfðu áþekka sóknarnýtingu í leiknum. Buducnost var með 49% en Györ 44%.
  • Stine Bredal Oftedal var markahæst í liði Györ með sex mörk.

Lokomotiva 18 – 27 Metz (6 – 13)

  • Eftir rólega byrjun þá náðu Metz sex marka forystu þökk sé góðum varnarleik sem leiddi til auðveldra marka úr hraðaupphlaupum.
  • Lokomotiva átti í erfiðleikum með sóknarleik sinn í fyrri hálfleik og var aðeins með 22% sóknarnýtingu.
  • Ana Malec var markahæst hjá Lokomotiva með fimm mörk.
  • Debbie Bont og Sarah Bouktit voru báðar með 100% skotnýtingu hjá Metz með 5 mörk.


Staðan í A- og B-riðlum:

CSM Bukaresti9711281 – 24615
Vipers Kristiansand9612289 – 23113
Odense Håndbold9603256 – 22812
Bietigheim9423277 – 23910
FTC9414267 – 2499
Brest Bretagne9315224 – 2367
Krim Ljubljana9306237 – 2476
Banik Most9009216 – 3710
Metz9711283 – 21915
Team Esbjerg9702304 – 23714
Györ9702282 – 22114
Rapid Bukaresti9621283 – 26014
Buducnost9414239 – 2509
Storhamar9207238 – 2574
Kastamonu9108238 – 3162
Lokomotiv Zagreb9009172 – 2790
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -