- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Ekkert stöðvar Györ – Vipers vann í Ljubljana

Stine Bredal Oftedal og samherjar í Györ léku leikmenn Sävehof grátt. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í gær. Rúmenska liðið CSM tók á móti franska liðinu Brest í algjörum naglbít í A-riðli þar sem gestirnir unnu með eins marks mun 30-29. Í hinum leik riðilsins mætti Buducnost liði FTC en það var besti leikur heimakvenna á þessari leiktíð. Engu að síður hafði ungverska liðið betur, 30-26.


Í B-riðli hélt Györ sigurgöngu sinni áfram þegar liðið fór illa með Sävehof og vann, 41-19. Krim virtist vera á góðri leið með að vinna sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni en góð frammistaða Noru Mørk gerði það að verkum að Vipersliðið sneri við taflinu, 27-26.

Jelen Despotovic leikmaður Györ sækir að Theu Blomst liðsmanni Sävehof. Mynd/EPA


A-riðill:


CSM Búkaresti 29-30 Brest (16-14).

 • Cristina Neagu, leikmanni CSM, héldu engin bönd í fyrri hálfleik. Hún skoraði 7 mörk af 16 mörkum sem liðið skoraði í fyrri hálfleik.
 • Í stöðunni 8-4, fyrir CSM, náði franska liðið góðum kafla og skorði fjögur mörk í röð.
 • Allt leit út fyrir að CSM myndi taka bæði stigin úr leiknum en það var með tveggja marka forystu þegar þrjár mínútur voru eftir. Leikmenn Brest neituðu að gefast upp. Með góðum lokakafla náði franska liðið að snúa leiknum sér í vil og vinna, 30-29.
 • Þetta var fyrsti útisigur Brest í Meistaradeildinni síðan í mars.
 • Franska liðið batt enda á þriggja leikja sigurgöngu CSM. Liðin eru jöfn með 6 stig hvort.

  Buducnost 26-30 FTC (13-14).
 • FTC varð með þessum sigri sjötta liðið til þess að vinna 100 leiki í Meistaradeildinni.
 • FTC sem hefur nú unnið sjö leiki í röð og er aðeins einum sigurleik frá því að jafna sinn besta árangur í Meistaradeildinni talið í flestum sigurleikjum í röð.
 • Angela Malestein, leikmaður FTC, hélt áfram uppteknum hætti í þessum leik en hún skoraði níu mörk. Hún er í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar með 36 mörk.
 • Góður fjögurra mínútna kafli FTC í seinni hálfleik lagði grunninn að sigri. Á þeim kafla komst liðið þremur mörkum yfir, 23:20.
 • Buduconst hefur aldrei áður tapað níu leikjum í röð í Meistaradeild Evrópu.


  B-riðill:

  Györ 41-19 Sävehof (20-9).

 • Jamina Roberts leikmaður Sävehof skoraði fyrsta mark leiksins eftir 40 sekúndur. Það var í eina skiptið sem sænska liðið var með forystu í leiknum.
 • Sóknarleikur ungverska liðsins gekk glimrandi vel í fyrri hálfleik en það skoraði 20 mörk og var með 11 marka forystu í hálfleik, 20-9.
 • Tíu leikmenn Györ skoruðu mark í leiknum og var Linn Blohm, fyrrverandi leikmaður Sävehof markahæst með 7 mörk.
 • Sænska liðið beið sinn versta ósigur í Meistaradeildinni og eru áfram í sjötta sæti riðilsins með fjögur stig.
 • Nítjánda mark Györ í leiknum var sögulegt því það var 7.000 mark liðsins í Meistaradeildinni. Györ eru þriðja liðið sem nær þessum áfanga.

  Krim 26-27 Vipers (16-10).
 • Krim var með níu marka forystu, 15-6, þegar 26 mínútur voru liðnar af leiknum.
  Norska liðið rankaði úr rotinu í seinni hálfleik. Á 47. mínútu komst Vipers yfir, 20-19.
 • Nora Mørk sem skoraði aðeins tvö mörk í fyrri hálfleik lék stórt hlutverk í endurkomu norska liðsins í seinni hálfleik. Mørk bætti níu mörkum við í síðari hálfleik.
 • Barbara Arenhart, markvörður Krim, varði 18 skot í leiknum, um 40% markvarsla. Tjasa Stanko skoraði fimm af sex mörkum sínum í fyrri hálfleik.
 • Þetta var fyrsti útisigur Vipers á tímabilinu en Krim þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta heimasigri.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -