- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Staðreyndir fyrir átta liða úrslit

Slóvenska landsliðskonan Ana Gros kann vel við sig í herbúðum Krim Ljubljana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spennan er farin að magnast í Meistaradeild kvenna en um næstu tvær helgar verður spilað í 8-liða úrslitum um farseðla á Final4 helgina sem fer fram í Búdapest 29. og 30. maí. Hér eru nokkrar staðreyndir og tölfræðí eftir leikina í 16-liða úrslitunum.

  • Engin jafntefli urðu í 16-liða úrslitunum.
  • 1 franskt lið mun komast í Final4 þar sem að Brest og Metz eigast við í 8-liða úrslitum.
  • Einir nýliðar eru á meðal átta liða í 8-liða úrslitunum en það eru CSKA frá Moskvu.
  • 1 mark skildi CSKA og Krim að í samanlögðum úrslitum í 16-liða úrslitunum en viðureignin fór 47-46.
  • Tvær af viðureignunum í 8-liða úrslitunum er á milli liða sem einnig mættust í riðlakeppninni, Vipers og Rostov mættust í A-riðli og Buducnost og Györ mættust í B-riðlinum.
  • 2 leikjum í 16-liða úrslitunum lauk með 10 marka sigri eða meira.
  • Tvær þjóðir eiga 2 lið í 8-liða úrslitunum, Rússland (CSKA og Rostov) og Frakkland (Metz og Brest).
  • 4 leikir í 16-liða úrslitunum lauk með því að skoruð voru fleiri en 60 mörk samanlagt, þar með eru leikirnir orðnir 24 talsins í vetur þar sem hefur verið skoruð 60 mörk eða fleiri.
  • 5 mörk var mesti munur á liðum eftir fyrri leikina í 16-liða úrslitum. Krim vann fyrri leikinn 25-20 en CSKA sigraði seinni leikinn 27-21.
  • Sex þjóðir eiga fulltrúa í 8-liða úrslitum í vetur. Frakkland, Rússland, Rúmenía, Svartfjallaland, Ungverjaland og Noregur.
  • 6 af þeim liðum sem eru í 8-liða úrslitum að þessu sinni náðu þangað einnig á síðustu leiktíð. Metz, Brest, Györ, Buducnost, Rostov og CSM. CSKA og Vipers taka sæti Esbjerg og Valcea frá síðustu leiktíð.
  • Sex af þeim 8 liðum sem eftir eru hafa komist í Final4 frá árinu 2014, Rostov, Vipers, Metz, Györ, Buducnost og CSM og hafa þau þrjú síðastnefndu öll staðið uppi sem sigurvegarar. Brest og CSKA eiga hins vegar möguleika á að komast þangað í fyrsta skipti.
  • 7 af 14 leikjum í 16-liða úrslitunum lauk með heimasigrum og sjö með útisigrum. Á þessari leiktíð hafa alls 57 leikir unnist á heimavelli en 47 á útivelli.
  • Tólf leikir eru enn eftir í keppninni á þessu keppnistímabili, átta leikir í 8-liða úrslitum og fjórir leikir í Final4 helginni.
  • 15 ár í röð hefur Györ komist í 8-liða úrslitin eða á hverju tímabili frá 2006/2007.
  • Sautján sinnum hefur Buducnost komist í 8-liða úrslit og er það oftast allra liða, Györ hefur komist 15 sinnum, CSM sjö sinnum, Metz og Rostov fimm sinnum, Brest þrisvar sinnum, Vipers tvisvar sinnum og CSKA einu sinni.
  • 18 marka sigur Rostov á Podravka, 42-24, var stærsti sigurinn í 16-liða úrslitunum.
  • 24 mörk gegn Valcea, 13 í fyrri leiknum og 11 í þeim seinni, gerðu Cristinu Neagu að næst markahæsta leikmanni Meistaradeildarinnar en Ana Gros er í fyrsta sæti og Jovanka Radicevic í því þriðja.
  • 27 mörk var stærsti munurinn á liðunum samanlagt í 16-liða úrslitunum þegar að Rostov sló út Podravka samtals 71-44 en þetta er jafnframt næst stærsti munur á liðum í úrsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá árinu 2000 en þá sigraði Györ granna sína í FTC með 30 marka mun 71-41.
  • 41 mark í leik Buducnost og FTC er lægsta markaskor í leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
  • 42 mörk var það mesta sem eitt lið skoraði í einum leik í 16-liða úrslitunum en það gerði Rostov á móti Podravka. Györ hefur hins vegar skorað flest mörkin í einum leik til þessa en það gerðu þær einnig á móti Podravka þegar þær sigruðu í riðlinum 43-28.
  • 53 leikir án taps í Meistaradeildinni er magnaður árangur hjá ungverska liðinu Györ. Lið hefur unnið 45 leiki og gert átta jafntefli. Síðasti tapleikur var gegn Buducnost 26. janúar 2018
  • 71 mark skorað í einum leik var það mesta í 16-liða úrslitunum en það gerðist þegar að Odense sigraði Vipers 36-35 í fyrri leik liðanna.
  • 71 mark var einnig mesta markaskor eins liðs en það gerðu Rostov gegn Podravka
  • 104 mörk sem af er þessari leiktíð þýðir að Ana Gros er orðin markahæst í Meistaradeildinni. Cristina Neagu er í öðru sæti með 100 mörk og Jovanka Radicevic í því þriðja með 82.
  • 526 mörk hafa verið skoruð í Meistaradeildinni það sem af er af Györ en það gerir 32,88 mörk að meðaltali í leik.
  • 782 mörk voru skoruð í þeim 14 leikjum sem spilaðir voru í 16-liða úrslitunum. Það gerir 55,85 mörk að jafnaði í leik.
  • 6.386 mörk hafa verið skoruð í þeim 116 leikjum sem búnir eru í Meistaradeildinni í vetur eða um 55 mörk að meðaltali.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -