- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Stórmeistaraslagur í Esbjerg

Nömi Hafra t.h. leikmaður Odense barðist um boltann við Antje Angela Malestein leikmann FTC í viðureign liðanna í Meistaradeildinni í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrstu umferðinni í Meistaradeild kvenna  í handknattleik lýkur í dag með fjórum leikjum. Í A-riðli eigast við Banik Most og Bietigheim á heimavelli tékkneska liðsins og CSM Búkaresti tekur á móti slóvenska liðinu Krim.  Það verður stórleikur á dagskrá í B-riðli þegar að Esbjerg tekur á móti ungverska liðinu Györ. Í hinni viðureigninni í riðlum mæta nýliðarnir í Storhamar í heimsókn til Metz. Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna er annar þjálfara Storhamar.

A-riðill:

Banik Most – Bietigheim | kl. 12.00 | Beint á EHFTV

  • Bietigheim lék í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Liðið vann keppnina með nokkrum yfirburðum, tapaði ekki stigi. Vann allar viðureignir sínar.
  • Fimmta markið sem Bietigheim skorar í þessum leik mun verður 1000. mark liðsins í Meistaradeildinni í 41 leik.
  • Banik Most snýr nú aftur í Meistaradeild kvenna eftir þriggja ára hlé. Þegar Banik lék síðast í Meistaradeildinni vann liðið aðeins einn leik og komst ekki upp úr riðlakeppninni.
  • Þýska liðið hefur byrjaði tímabilið í Þýskalandi af krafti með sigri í meistarakeppninni og 21 marks sigri í fyrsta deildarleiknum.
  • Bietigheim hefur aðeins unnið sjö leiki af þeim 40 sem liðið hefur spilað í Meistaradeildinni til þessa sem er 17,5% sigurhlutfall. Það er lægsta sigurhlutfall sem nokkurt lið í Meistaradeildinni hefur, ef mið er tekið af fjölda leikja.

CSM Búkaresti – Krim | kl. 14.00 | Beint á EHFTV

  • Rúmenska liðið (CSM) hefur farið vel af stað á þessu tímabili en það er enn ósigrað í rúmensku deildinni.
  • CSM og Krim spiluðu tvo æfingaleiki í ágúst. Báðum lauk með sigri CSM.
  • Tveir af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar, Jovanka Radicevic (978 mörk) og Cristina Neagu (910 mörk), mætast í leiknum.
  • Nokkrir leikmenn sem klæðast treyju CSM í fyrsta sinn  í Meistaradeildinni í þessum leik. Það eru Laura Glauser, Grace Zaadi Deuna, Kalidiatou Niakate, Marina Sudakova og Crina Pintea.
  • CSM hefur unnið sex af átta viðureignum sínum við Krim.

B-riðill:

Esbjerg – Györ | kl.14.00 | Beint á EHFTV

  • Þessi lið mættust í undanúrslitunum á síðustu leiktíð. Segja má að ungverska liðið hafi tak á því danska. Györ hefur unnið allar viðureignir liðanna.
  • Esbjerg vonast til þess að ná að fylgja eftir góða gengi sínu í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar liðið vann 15 af 18 leikjum sínum.
  • Györ þarf aðeins átta sigurleiki í viðbót til þess að verða fyrsta liðið til þess að vinna 200 leiki í Meistaradeild kvenna.

Metz – Storhamar | kl.14.00 | Beint á EHFTV

  • Emmanuel Mayonnade þjálfari Metz er með breytt lið í höndunum á þessari leiktíð en alls sjö breytingar á leikmannahópi Metz í sumar. Metz er nú með næst yngsta leikmannahópinn í Meistaradeildinni.
  • Metz verður án vinstri skyttunnar Camilu Micijevic í þessum leik en hún gekkst undir þriðju aðgerðina á hné núna í sumar og verður frá keppni eitthvað fram á næsta ár.
  • Storhamar er sjöunda liðið frá Noregi sem tekur þátt í Meistaradeild kvenna.
  • Þessi lið hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppni.

Öllum leikjum fyrstu umferðar verða gerð skil á handbolta.is í kvöld eða í fyrramálið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -