- Auglýsing -

Meistaradeild: Tveir nýliðar, fimm fyrrverandi meistarar og 11 lönd

Leikmenn Vipers Kristiansand fagna sigri í Meistaradeild Evrópu annað árið í röð í lok maí sl. Nýtt keppnistímabil hefst á morgun. Mynd/EPA

Fyrsta umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik kvenna fer fram á morgun og á sunnudaginn. Mikið um dýrðir á þessari leiktíð enda fagnar Meistaradeildin þrjátíu ára afmæli. Ákveðið var að taka saman nokkra athyglisverðar staðreyndir að þessu tilefni.

0 (ekkert) lið hefur tekið þátt í öllum átta FINAL4 úrslitahelgunum. Ungverska liðið Györ hefur oftast verið með, í sjö skipti.

1 sinni hefur Györ ekki tekist að komast í FINAL4 úrslitahelgina, árið 2015. Þegar liðinu hefur náð inn í úrslitahelgina hafa það aðeins einu sinni orðið af úrslitaleiknum. Árið 2021 tapað Györ fyrir Brest í undanúrslitum.

1 borg á tvo fulltrúa í Meistaradeildinni að þessu sinni en það er höfuðborg Rúmeníu, Búkarest. CSM Búkaresti og CS Rapid Búkaresti komust bæði í riðlakeppnina.

2 nýliðar taka þátt í Meistaradeildinni að þessu sinni, rúmensku meistaranir CS Rapid Búkaresti og norska liðið Storhamar. Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands er annar þjálfara Storhamar.

2 lið hafa unnið titilinn eftirsótta tvö ár í röð, Györ 2018 og 2019 og norska liðið Vipers Kristiansand 2021 og 2022.

2 norsk lið hafa staðið uppi sem sigurvegarar i Meistaradeildinni, Larvik 2011 og Vipers 2021 og 2022.

2 leikmenn sem taka þátt í Meistaradeildinni að þessu sinni hafa náð þeim merka áfanga að vinna Meistaradeildina sex sinnum. Það eru Norðmennirnir Katrine Lunde og Nora Mørk.

4 sinnum hefur spænski þjálfarinn Ambros Martín stýrt Györ til sigurs í Meistaradeildinni. Alls hefur Martin komist átta sinnum alla leið í úrslit í Meistaradeildinni.

5 fyrrverandi meistaralið og þar af öll sigurlið frá árinu 2012 taka þátt í Meistaradeildinni á þessari leiktíð; Krim (2001 og 2003), Buducnost (2012, 2015) Györ (2013, 2014, 2017, 2018, 2019), CSM Búkaresti (2016) og Vipers (2021, 2022).

7 af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni að þessu sinni hafa komist alla leið í Final4 úrslitahelgina í Búdapest: Györ, Vipers, Metz, CSM Búkaresti, Brest, Esbjerg og Buducnost.

11 þjóðir eiga lið í Meistaradeildinni í ár: Króatía, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Svartfjallaland, Noregur, Rúmenía, Slóvenía og Tyrkland.

13 mismunandi félög hafa tekið þátt í Final4 úrslitahelginni: Györ (7 sinnum), Vardar (5 sinnum), Buducnost (4 sinnum), CSM Búkaresti (3 sinnum), Vipers (3 sinnum), Rostov-Don (2 sinnum), Metz (2 sinnum), Midtjylland, Volgograd, Larvik, CSKA, Brest og Esbjerg ( öll 1 sinni).

16 keppnstímabil í röð hefur Györ komist í átta liða úrslit í Meistaradeildinni. Ungverska stórliðið hefur fjórtán sinnum komist í undanúrslit.

28 sinnum, að þessu tímabili meðtöldu, hefur Krim tekið þátt í Meistaradeild kvenna. Næst á eftir er Buducnost sem tekur þátt í 27. skipti.

57 mörk er það mesta sem einn leikmaður hefur skorað samanlagt í Final4 úrslitahelginni. Metið eiga saman Hollendingurinn Nycke Groot og Ungverjinn Anita Görbicz.


112 leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá 10. september 2022 til 12. febrúar 2023.

132 leikir verða háðir áður en sigurvegari keppninnar verður krýndur í Búdapest 4. júní 2023.

191 sigurleikur ( 20 jafntefli og 43 töp) í 254 leikjum í Meistaradeild kvenna gerir ungverska liðið Györ að því sigursælasta í Meistaradeildinni.

290 Meistaradeildar leikir eru í sögubókum Buducnost. Í 10. umferð á komandi leiktíð munu liðið leika sinn 300. leik sinn í Meistaradeildinni. Krim sem hefur tekið þátt í 284 leikijum til þessa á einnig möguleika á að ná að rjúfa 300 leikja komist liðið í útsláttakeppnina.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -