- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Gísli fór á kostum – ungversku meistararnir kjöldregnir

Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í Pick Areana í kvöld í 12 skotum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimm leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik fyrir þýska meistaraliðið Magdeburg þegar það vann Wisla Plock frá Póllandi, 33:27, á heimavelli í A-riðli. Gísli Þorgeir skoraði átta mörk og átti eina stoðsendingu. Ómar Ingi Magnússon hafði hægt um sig í kvöld og skoraði ekki mark. Hollendingurinn Kays Smits leysti Ómar Inga að mestu af og skoraði átta mörk og átti fjórar stoðsendingar.


Í hinum leik A-riðls vann vann franska meistaraliðið PSG liðsmenn PPD Zgreb, 40:31. Kamil Syprzak skoraði níu mörk fyrir PSG og Spánverjinn Ferrán Solé var næstur með sex mörk. Timur Dibirov var einn þriggja með fjögur mörk fyrir Zagreb liðið.


Aalborg niðurlægði ungversku meistarana

Sebastian Barthold og Mikkel Hansen skoruðu 10 mörk hvor fyrir Aalborg þegar liðið niðurlægði ungverska meistaraliðið Pick Szeged, 41:29. Leikið var í Szeged í Pick-Arena. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Aalborgliðið. Hann fór meiddur af leikvelli. Ekki liggur fyrir hvort meiðslin eru alvarleg.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari.

Marion Sostaric skoraði sex mörk fyrir Pick Szeged.

Haukur skoraði

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu í þriggja marka sigri Kielce á Kiel, 40:37, í Kielce í kvöld. Alex Dujshebaev og Szymon Sicko skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kielce. Eric Johansson skoraði níu mörk fyrir Kiel.


Orri Freyr Þorkelsson náði ekki að skora fyrir Elverum í 16 marka tapi liðsins fyrir Barcelona í Hákonshöll í Lillehammer í kvöld að viðstöddum sjö þúsund áhorfendum, 46:30. Stig-Tore Moen Nilsen skoraði sjö mörk fyrir norsku meistarana. Timothey N’Guessan skoraði átta mörk fyrir Evrópumeistarana sem eru taplausir enn sem komið er í keppninni.


Staðan í A og B-riðlum:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -