- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Íslendingur verður í eldlínunni

Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar í Noregi. Liðinu var synjað um sæti í Meistaradeild kvenna á næsta keppnistímabili. Mynd/Storhamar Håndball Elite
- Auglýsing -

Önnur umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram um helgina með tveimur leikjum í dag en sex leikir verða á dagskrá á morgun, sunnudag. 

Báðir leikir dagsins eru í B-riðli þar sem að kastljósið mun beinast að leik Buducnost og Esbjerg. Danska liðið freistar þess að ná sínum fyrsta sigri á þessu tímabili eftir naumt tap á heimavelli um síðustu helgi fyrir ungverska meistaraliðinu Györ.

Í hinum leik dagsins taka nýliðarnir í Storhamar á móti króatíska liðinu Lokomotiva Zagreb. Axel Stefánsson er annar þjálfara norska liðsins sem Storhamar en það tapaði fyrir Metz á síðasta sunnudag í frumraun sinni í Meistaradeildinni.

Leikir dagsins

B-riðill:

Buducnost – Esbjerg | kl 14.00 | Beint á EHFTV

  • Esbjerg vann báða leiki liðanna á síðustu leiktíð, 35-20 og 36-25.
  • Buducnost sigraði tyrkneska liðið Kastamonu auðveldlega í 1. umferð.
  • Buducnost hefur ekki sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni frá tímabilinu 2016/17. Það tímabil gekk svo vel hjá svartfellska meistaraliðinu að það náði alla leið í Final4.
  • Esbjerg var nálægt því að vinna Györ um síðustu helgi. Það varð liðinu að falli að ná ekki að stöðva eitruð hraðaupphlaup ungverska liðsins.

Storhamar – Lokomotiva Zagreb | kl. 16.00 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið vonast eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni. Storhamar tapaði fyrir Metz en Lokomotiva tapaði gegn Rapid Búkarest.
  • Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í Evrópukeppni í handknattleik.
  • Norska liðið skoraði fæst mörk allra í 1.umferð, aðeins 22.
  • Guðjón L. Sigurðsson verður eftirlitsmaður EHF á leiknum í Hamri.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -