- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Stórleikur strax í upphafi

Leikmenn Vipers Kristiansand fagna sigri í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrsta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram um helgina. Eins og undanfarin ár eru átta leikir á dagskrá í hverri umferð. Fjórir leikir fara fram í dag þar sem að meðal annars mætast Evrópumeistarar tveggja síðustu ára, Vipers Kristiansand frá Noregi, og franska liðið Brest. Lið sömu félaga áttust við í úrslitaleik Meistaradeildar vorið 2021.  Annar afar áhugaverður leikur verður þegar nýliðar Meistaradeildar, CS Rapid Búkaresti, leika gegn Lokomotiva Zagreb á útivelli. Átta ár eru síðan króatíska liðið var síðast með í keppninni.

Leikir dagsins

A-riðill:

FTC – Odense | kl.14 | Beint á EHFTV

  • Lið FTC (Ferencváros) setur sér enn á ný markið að komast í Final4 úrslitahelgina en svo langt hefur liðið félagsins aldrei náð. Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar hefur farið fram í heimaborg FTC, Búdapest, frá 2014.
  • Með átta sigrum og þremur jafnteflum er ungverska liðið ósigrað í 11 leikjum í röð á heimavelli í Meistaradeildinni.
  • Odense verður án vinstri hornamannsins Freju Cohrt og skyttnanna Lois Abbingh og Larissu Nusser. Ungverska vinstri skyttan Nömi Hafra klæðist treyju Odense í fyrsta skipti  í leik í Meistaradeildinni í þessum leik.
  • Eftir að hafa tapað, 36-25, gegn Esbjerg í meistarakeppninni í Danmörku í lok ágúst hefur Odenseliðið ekki tapað þremur fyrst leikjum sínum í dönsku deildinni.
  • Þetta er áttunda árið í röð sem FTC tekur þátt í Meistaradeildinni. Odense er að taka þátt þriðja árið í röð.

Vipers – Brest | kl.16 | Beint á EHFTV

  • Ríkjandi meistarar taka á móti Brest en lið þessara félaga mættust einmitt í úrslitaleik vorið 2021 þar sem að Vipers hafði betur og fagnaði sínum fyrsta Evrópumeistaratitli.
  • Rússneska hægri skyttan Anna Vyakhireva leikur í fyrsta sinn með Vipers.
  • Vipers á möguleika á því að verða annað liðið til þess að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð en aðeins ungverska liðinu Györ hefur tekist það.
  • Franska liðinu gekk ekki sem skildi á útivelli á síðustu leiktíð. Liðið tapaði sex leikjum, gerði eitt jafntefli og vann aðeins tvo leiki.
  • Ef að Vipers vinnur leikinn þá verður liðið það átjánda sem vinnur 40 leiki í Meistaradeild kvenna.

B-riðill:

Kastamonu – Buducnost | kl.14 | Beint á EHFTV

  • Tyrkneska liðið sem tekur þátt í Meistaradeildinni nú annað árið í röð vonast til þess að vinna sinn fyrsta leik i keppninni en það tapað öllum viðureignum í fyrra.
  • Daninn Claus Mogensen tók við tyrkneska liðinu í sumar og freistar þess að koma skandinavískum stíl á leik liðsins.
  • Buducnost, sem hefur unnið Meistaradeild kvenna tvívegis, tekur nú þátt í 27. sinn. Liðið endurheimti fyrirliðann Milenu Raicevic í sumar.
  • Buducnost lauk keppni snemma á síðustu leiktíð. Liðið hafnaði í sjöunda sæti síns riðils og komst ekki í útsláttarkeppnina.
  • Þetta verður í fyrsta sinn sem Kastamonu og Buducnost mætast í Evrópukeppni í handknattleik.

Lokomotiva Zagreb – CS Rapid Búkaresti |kl.16 | Beint á EHFTV

  • Lokomotiva Zagreb er aftur komið í keppni þeirra bestu eftir átta ára fjarveru.
  • Króatíska liðið hefur tekið miklum mannabreytingum undanfarin ár og hefur nú á að skipa yngsta leikmannahópi liðs í Meistaradeildinni.
  • Rapid Búkaresti tapaði gegn nágrönnum sínum í CSM Búkaresti í meistarakeppni Rúmeníu í upphafi tímabilsins. Eftir það hefur Rapid gert eitt jafntefli og tapað einum leik í rúmensku deildinni.
  • Liðin hafa ekki áður leitt saman garpa sína í Evrópukeppni í handknattleik kvenna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -