- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Þýsku meistararnir eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum

Nömi Hafra og félagar í Odense Håndbold unnu um í dag á heimavelli. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Önnur umferðin í Meistaradeild kvenna fór fram um helgina. Tveir leikir voru á dagskrá í gær þar sem Axel Stefánsson og hans lið, Storhamar, gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur, 37-13, gegn Lokomotiva Zagreb. Í hinum leik gærdagsins vann Esbjerg góðan útisigur gegn Buducnost 23-28.

Umferðinni lauk svo með fjórum leikjum í dag þar sem að mesta spennan var í leik Rapid Búkarest og Metz en liðin skildu jöfn, 32-32. Leikur umferðarinnar, milli Bietigheim og FTC náði aldrei því flugi sem búist var við fyrirfram vegna þess að þýska liðið gjörsigraði það ungverska, 40-20. 

Evrópumeistarar Vipers héldu áfram sigurgöngu sinni. Liðið lagði Krim, 27-21, og er með fullt hús stiga í A-riðli.  Ófarir Banik Most halda áfram. Liðið steinlá í heimsókn til dönsku meistaranna Odense Håndbold, 41-22. Rúmenska liðið CSM gerði góða ferð til Frakklands og vann með sjö marka mun, 33:26.  Umferðinni lauk á leik Györ og Kastamounu þar sem að þær ungversku unnu þægilegan sigur eins og við var búist,  44-25.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

Bietigheim 40 – 20 FTC (18-9)

 • Sigurganga Bietigheim í Evrópukeppnum heldur áfram en liðið hefur nú sigrað í 14 leikjum í röð. Síðasti tapleikur var gegn Györ í mars 2021.
 • Sóknarleikur FTC gekk erfiðlega fyrstu 15 mínúturnar. Tókst liðinu aðeins að skora þrjú mörk.
 • Ungverska liðið setti vafasamt félagsmet með því að vera níu mörkum undir í hálfleik.
 • Melinda Szikora markvörður þýska liðsins var fyrrverandi liðsfélögum sínum erfið í þessum leik. Hún var með 53,3% markvörslu á þeim 46 mínútum sem hún tók þátt í leiknum.
 • Þetta var stærsti ósigur FTC í Meistaradeild kvenna.
 • Bietigheim er nú með bestu sóknarnýtinguna. Liðið hefur skorað 43 mörk að meðaltali í þessum tveimur leikjum sem eru að baki.  Auk þess er liðið líka með besta varnarleikinn og aðeins fengið á sig samanlagt 43 mörk í tveimur leikjum.

Krim 21 – 27 Vipers (11-13)

 • Vendipunkturinn í leiknum var þegar að Vipers náðu góðum 6-1 kafla eftir miðjan fyrri hálfleik.
 • Rússinn Daria Dmitrieva sem skoraði átta mörk fyrir Vipers um síðustu helgi hélt uppteknum hætti að þessu sinni.
 • Marketa Jerabkova skoraði einnig átta mörk fyrir Vipers og hún er nú komin með 16 mörk í þessum tveimur leikjum sem búnir eru líkt og Daria Dmitrieva og Nora Mørk.
 • Ríkjandi meistarar í Vipers byrja þetta tímabil vel og hafa unnið báða leiki sína til þessa en það hefur liðinu ekki tekist áður í sögu þeirra í Meistaradeildinni.
 • Annað tímabilið í röð og í annað sinn í sögu félagsins hefur Krim byrjað tímabilið með tveimur tapleikjum í röð.

Odense 41 -22 Banik Most (24-11)

 • Þetta er mesti markamunur í hálfleik hjá Odense í sögu liðsins í Meistaradeildinni. Fyrra met var tíu marka forysta gegn Krim á síðustu leiktíð.
 • Althea Reinhard markvörður Odense varði 10 skot í fyrri hálfleik en það var þrefalt meira en markmenn Banik náðu að verja.
 • Hollenski dúettinn, Dione Housheer og Bo van Wetering, lét mikið að sér kveða í liði Odense. Þær skoruðu samanlagt 13 mörk.
 • Banik Most hefur fengið 87 mörk á sig en ekkert lið hefur fengið svo mörg mörk á sig í fyrstu tveimur umferðunum í sögu Meistaradeildar kvenna.

Brest 26 – 33 CSM Búkaresti (13-17)

 • Sköpum skipti í þessum leik þegar CSM náð snemma 4-0 kafla.
 • Frönsku leikmenn CSM, Grace Zaadi, Kalidiatou Niakate og Siraba Dembele, líkaði vel að spila í Frakklandi. Þær skoruðu samtals 10 mörk í leiknum.
 • Þetta er fyrsti sigurleikur CSM gegn frönsku liði í Frakklandi í fimm tilraunum og auk þess í fyrsta sinn sem að CSM byrjar tímabilið á tveimur sigurleikjum í röð frá tímabilinu 2017/18.
 • Í annað sinn í sögu Brest í Meistaradeildinni byrjar liðið tímabilið á tveimur tapleikjum.
 • Þetta var aðeins þriðji tapleikur franska liðsins í síðustu 25 heimaleikjum sínum í Meistaradeild kvenna.

B-riðill:

Buducnost 23 – 28 Esbjerg (11-16)

 • Leikurinn fór hægt af stað en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir þrjár mínútur.
 • Esbjerg náði fjögurra marka forystu á 11. mínútu. Forskotið lagði grunninn að sigrinum.
 • Buducnost var með 46% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik en Rikke Poulsen markvörður Esbjerg varði átta skot eða um 43% þeirra skota sem hún fékk á sig.
 • Leikmenn Buducnost neituðu hins vegar að gefast upp og um miðjan seinni hálfleik náðu þeir  að jafna metin, 20-20.
 • Heimakonum mistókst að skora í þrígang undir lok leiksins og það var eitthvað sem að danska liðið nýtti sér til að landa sigri.
 • Eftir að hafa tapað gegn Györ í 1. umferð er Esbjerg komið með sín fyrstu stig í riðlakeppninni.

Storhamar 37 – 13 Lokomotiva Zagreb (22-7)

 • Leikmenn Lokomotiva gerðu sig seka um allt of mörg mistök í sóknarleiknum sem endurspeglaðist í sóknarnýtingunni í fyrri hálfleik en hún var aðeins 37%.
 • Storhamar náði forystunni á 15. mínútu þegar Tina Abdula skoraði þrjú mörk í röð. Sofie Ege Grønlund fór á kostum í markinu. Þegar upp var staðið hafði hún varið 19 skot.
 • Þegar flautað var til hálfleiks var Storhamar með fimmtán marka forystu.
 • Lokomotiva þarf að bíða eftir fyrsta sigri sínum í Meistaradeild kvenna en þetta var hins vegar fyrstu sigur Storhamar í sögu sinni í Meistaradeildinni.
 • Stela Posavec var markahæst í liðið Lokomotiva með fjögur mörk.

Rapid Búkaresti 32 – 32 Metz (16-21)

 • Rapid byrjaði leikinn vel en mistök í sóknarleiknum gerðu að verkum að liðið náði ekki að skora mark í sjö mínútur. Á þeim tíma skoraði  Metz fimm mörk í röð.
 • Bruna de Paula, Sarah Bouktit og Kristina Jørgensen voru allt í öllu í sóknarleik Metz í fyrri hálfleik. Þær skoruðu 15 mörk af 16.
 • Seinni hálfleikurinn verður sennilega í minnum hafður vegna gríðarlega öflugs varnarleiks hjá leikmönnum Rapid.
 • Rapid gerði áhlaup undir lok leiksins og Orlane Kanor náði að minnka muninn niður í 32-31 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Heimakonur náðu að tryggja sér jafntefli rétt fyrir lok leiksins.

Györ 44 – 25 Kastamonu (23-14)

 • Kastamonu byrjaði leikinn illa og  neyddist til að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútur.
 • Eftir það batnaði leikur liðsins til mikilla muna. Meira segja svo vel að það komst yfir, 13-12.
 • Þá tók Sandra Toft markvörður Györ til sinna ráða og varði þrjú skot í röð sem hjálpaði ungverska liðinu að ná 7-0 kafla.
 • Ungverska liðið náði helmings forskoti á fertugustu mínútu með marki frá Viktoriu Gyori-Lukács. Bilið náði Kastamonu aldrei að brúa.
 • Azenaide Danila Jose Carlols og Katarina Jezic voru markahæstar í liði Kastamonu með sjö mörk hvor.
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -