- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Verður sigurganga Bietigheim stöðvuð?

Ana Gros gekk til liðs við Györ í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimmta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram á morgun og á sunnudaginn. Leikur umferðarinnar hjá EHF verður viðureign Esbjerg og Metz en þetta eru liðin sem mættust í bronsleiknum á síðustu leiktíð. Danska liðið freistar þess að vinna sinn annan leik gegn frönsku liði.

Í A-riðli vonast Bietigheim og Buducnost til þess að halda sigurgöngu sinni og berjast um toppsæti riðilsins.

Laugardagur

A-riðill:

FTC – Vipers | kl.14.00 | Beint á EHFTV

  • Vipers tapaði um síðustu helgi eftir að hafa leikið 10 leiki í röð án taps.
  • FTC hefur átt í miklum vandræðum með sóknarleik sinn í upphafi leiktíðar. Ungverska liðið hefur aðeins skorað 99 mörk í fyrstu fjórum leikjunum.
  • Anna Vyakhireva, hægri skytta Vipers, er með flestar stoðsendingar það sem af er Meistaradeildarinnar, 28.
  • FTC hefur aðeins tapað einum heimaleik af síðustu 12.
  • Liðin hafa leitt saman hesta sína sex sinnum áður í Meistaradeildinni og hafa skipt sigrunum bróðurlega á milli sín.

Brest – Odense | kl.16.00 | Beint á EHFTV

  • Franska liðinu hefur gengið vel að undanförnu og hefur unnið tvo leiki í röð. Á sama tíma hefur danska meistaraliðið tapað tvisvar sinnum.
  • Sjöunda mark Brest í leiknum verður 2000 mark liðsins  í Meistaradeildarinnar. Átján lið hafa áður náð að rjúfa 2000 marka múrinn.
  • Danska liðið mun enn eina ferðina mæta til leiks með laskaðan hóp leikmanna. Mia Rej, Dione Housheer og Larissa Nusser eru allar meiddar og auk þess sem Lois Abbing eignaðist barn fyrir skömmu og er fjarverandi af þeirri ástæðu.
  • Skotnýtingin hefur verið helsta vandamálið hjá franska liðinu til þessa. Hún er 53,1%.

B-riðill:

Kastamonu – Lokomotiva Zagreb | kl.14.00 | Beint á EHFTV

  • Þetta mun verða vera fyrsti leikur liðanna.
  • Kastamonu hefur tapað 18 leikjum í röð í Meistaradeildinni. Ekkert lið hefur tapað jafn mörgum leikjum í röð í keppninni.
  • Katarina Jezic, næst markahæsti leikmaður tyrkneska liðsins, mætir sínu gamla félagi. Hún lék með Lokomotiva tímabilið 2014/15.
  • Hin tvítuga Klara Birtic er markahæsti leikmaður Lokomotiva með 29 mörk.

Buducnost – Rapid Búkaresti | 16.00 | Beint á EHFTV

  • Nýliðarnir í Rapid Búkaresti eru enn ósigraðar í B-riðli ásamt Metz.
  • Milena Raicevic, fyrirliði Buducnost, er markahæst í Meistaradeildinni með 35 mörk.
  • Rapid Búkaresti er með þriðja gjöfulasta sóknarleikinn í Meistaradeildinin á eftir Bietigheim og Györ.

Sunnudagur

A-riðill:

CSM Búkaresti – Banik Most | kl 14.00 | Beint á EHFTV

  • CSM hefur unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli. Það er besta byrjun rúmenska liðsins í Meistaradeildinni frá upphafi.
  • Banik Most hefur fengið á sig 160 mörk í fyrstu fjórum leikjunum.
  • Cristinu Neagu vantar aðeins 65 mörk uppá að verða þriðji leikmaðurinn til þess að rjúfa 1.000 marka múrinn í Meistaradeildinni.
  • Tékkneska liðið hefur tapað 7 leikjum í röð og aðeins unnið einn af síðustu 10 leikjum í Meistaradeildinni.
  • CSM hefur skorað 122 mörk úr 188 skotum sem er þriðja besta skotnýting liðs í deildinni það sem af er.

Bietigheim – Krim | kl. 12.00 | Beint á EHFTV

  • Þýska liðið er taplaust í 60 leikjum í röð í öllum mótum.
  • Þýska liðið hefur unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli í riðlakeppninni sem er besti árangur liðsins í Meistaradeildinni til þessa.
  • Engu liði hefur tekist að skora fleiri mörk en Bietigheim í Meistaradeildinni, 146 mörk í fjórum leikjum.
  • Jovönku Radicevic vantar aðeins 12 mörk til þess að verða markahæsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildar kvenna. Anita Görbicz er sem stendur markahæst með 1.016 mörk. Görbicz er hætt keppni.
  • Krim hefur aldrei tapað fyrir þýsku liði í Meistaradeildinni.

B-riðill:

Esbjerg – Metz | kl 16.00 | Beint á EHFT

  • Metz er eitt af fjórum liðum sem er enn ósigrað í Meistaradeildinni.
  • Þetta verður í fimmta sinn sem liðin mætast í Meistaradeildinni. Síðast mættustu þau í bronsleiknum í vor.
  • Esbjerg hefur tapað tveimur leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • Það ríkir óvissa um hvort Nora Mørk geti tekið þátt í leiknum með Esbjerg. Hún var ekki með í síðustu umferð gegn Rapid Búkaresti. Mørk tognaði á læri í leik með norska landsliðinu um síðustu mánaðarmót.
  • Henny Reistad er markahæst í liði Esbjerg með 29 mörk. Bruna de Paula er markahæst hjá Metz með 28 mörk.
  • Þetta verður 165. leikur Metz í Meistaradeildinini. Af þeim hefur liðið unnið 83.

Storhamar – Györ | kl.16.00 | Beint á EHFTV

  • Þetta er í fyrsta sinn sem þessi lið mætast
  • Þetta er þriðji heimaleikur Storhamar á leiktíðinni. Liðið vann tvo fyrstu heimaleikina.
  • Györ er með næst bestu sóknina það sem af er í Meistaradeildinni. Liðið hefur skorað 131 mark.
  • Maja Jakobsen er lykilleikmaður Storhamar. Hún hefur skorað 30 mörk það sem af er.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -