- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Nær einstökum áfanga

Aron Pálmarsson í leik með Barcelona gegn Kiel í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Í dag verður leikið til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Fyrri leikurinn hefst klukkan 13.15. Í honum mætast danska meistaraliðið Aalborg og franska meistaraliðið Paris SG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem er í undanúrslitum í fyrsta sinnn.
  • Í síðari undanúrslitaleiknum eigast við spænska meistaraliðið Barcelona og franska liðið Nantes. Flautað verður til leiks klukkan 16. Sigurliðin í leikjum dagsins mætast í úrslitaleik á morgun og tapliðin leika um bronsið. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona brýtur blað í sögu úrslitahelgar Meistaradeildarinnar ef hann tekur þátt í leik Barcelona á morgun en hann situr yfir í dag vegna meiðsla.
  • Aron verður um helgina, taki hann þátt í leik Barcelona á morgun sunnudag, fyrsti handknattleiksmaðurinn til þess að taka þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í tíunda skipti. Eina skiptið sem hann hefur ekki verið með með frá 2010 var 2018 þegar Barcelona heltist úr lestinni í átta liða úrslitum og það fyrir Nantes. Fimm sinnum hefur Aron tekið þátt úrslitahelginni sem leikmaður Kiel. Nú verður hann í þriðja sinn með sem leikmaður Barcelona. Tvisvar lék Aron með Veszprém í úrslitahelginni.  Momir Ilic tók þátt átta sinnum með Veszprém og Kiel.
  • Kiel vann Meistaradeild Evrópu í karlaflokki 2020. Liðið er hinsvegar ekki með að þessu sinni. Aðeins þrisvar sinnum hefur ríkjandi meistari mætt aftur til leiks árið eftir, Barcelona 2012, Kiel 2013 og Vardar 2018.
  • Þrisvar hafa lið frá sama landi mæst í úrslitaleik eftir að úrslitahelginni var komið á fót 2010. Barcelona og Ciudad Real mættust í úrslitaleik 2011, Flensburg og Kiel 2014 og Montpellier og Nantes fyrir þremur árum. PSG og Nantes eru í undanúrslitum að þessu sinni og geta mæst í undanúrslitum á morgun.
  • Fjórir leikmenn hafa unnið Meistaradeildina með tveimur mismunandi félögum. Ivan Cupic vann með Kielce 2016 og Vardar 2017. Tobias Reichmann  var í sigurliði Kiel 2010 og 2012 var síðan með Kielce 2016. Domagoj Duvnjak lék þennan leik með HSV Hamburg 2013 og síðar með Kiel á síðasta ári. Þá var Steffen Weinhold í liði Kiel en hann var í sigurliði Flensburg sex árum áður.
  • Fjórir spænskir þjálfarar hafa stýrt liði til sigurs í Meistaradeild Evrópu, Xavi Pascual, Talant Dujshebaev, Roberto Parrondo Garcia, Raúl Gonzalez. Ef Nantes vinnur Meistaradeildina á morgun bætist fimmti  Spánverjinn í hópinn, Alberto Entrerrios.
  • Í fjórða skiptið á síðustu fimm árum er ekkert þýskt lið í undanúrslitum.
  • Aldrei hefur munað meira en fimm mörkum á liðunum í úrslitaleik keppninnar en það hefur átta sér stað fjórum sinnum. Kiel vann Atlético Madrid, 26:21, árið 2012. Barcelona lagði Veszprém 28:23 árið 2015,  Montepellier sigraði Nantes með fimm marka mun, 32:27, í úrslitaleik og Kiel vann Barcelona, 33:28, í úrslitaleiknum á síðasta ári.
  • Kiel hefur oftast unnið Meistaradeildina eftir að úrslitahelgarfyrirkomulagið var tekið upp, 2010, 2012 og 2020. Barcelona hefur staðið uppi sem sigurvegari í tvígang 2011 og 2015 og Vardar einnig, 2017 og 2019.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -