- Auglýsing -
Íslands- og bikarmeistarar Fram og silfurlið Poweradebikarsins, Stjarnan, leiða saman hesta sína í meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í Lambhagahöllinni fimmtudaginn 21. ágúst. Til stendur að flauta til leiks klukkan 19.
Leikurinn er fyrr á ferðinni en viðureignir Meistarakeppninnar á undanförnum árum vegna þátttöku Stjörnunnar í forkeppni Evrópudeildarinnar í Baia Mare í Rúmeníu í 30. ágúst.
Ef marka má heimasíðu HSÍ þá hefur ekki verið ákveðið hvenær Íslandsmeistarar Vals og Poweradebikarmeistarar Hauka eigast við í meistarakeppninni í kvennaflokki. Sennilega munu berast af því fréttir um leið og mótanefnd sendir póst á félögin sem eiga hlut að máli.
- Auglýsing -