Aðeins einn slagur verður á milli liða í Olísdeild kvenna þegar kemur að leikjum átta liða úrslita Poweradebikars kvenna í handknattleik í byrjun febrúar á næsta ári. Fram fær ÍR í heimsókn í Lambhagahöllina.
Bikarmeistarar síðustu leiktíðar, Haukar, sækja Víkinga heim í Safamýri. FH, sem sló út Stjörnuna í 16-liða úrslitum, fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn. Grótta, sem leikur í Grill 66-deild kvenna, leikur gegn KA/Þór í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta gerði sér lítið fyrir og lagði ÍBV í 16-liða úrslitum eftir framlengdan leik.
Dregið var í átta liða úrslit í hádeginu í dag.
FH – Valur.
Grótta – KA/Þór.
Víkingur – Haukar.
Fram – ÍR.
Leikirnir fara fram 4. febrúar.
Undanúrslit miðvikudaginn 25. febrúar.
Úrslitaleikur laugardaginn 28. febrúar.
Bikarmeistararnir fara norður og mæta KA




