- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaraliðin öflugu mætast

Veronica Krisztiansen og samherjar í Györ mæta danska meistaraliðinu Odense í Meistaradeildinni um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ellefta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram um helgina. Í umferðinni ber væntanlega hæst tvær viðureignir á milli danskra og ungverskra liða. Esbjerg tekur á móti FTC í A-riðli þar sem að danska liðið getur aukið bilið á milli liðanna í riðlinum en aðeins munar einu stigi á liðunum fyrir þessa umferð.


Györ og Odense eigast við í B-riðli. Ungverska liðið getur unnið sinn ellefta leik í röð í deildinni á leiktíðinni. Danska liðið hefur verið á góðu róli síðustu vikur og unnið fjóra af síðustu fimm útileikjum sínum. Því stefnir í hörkuleik í Ungverjalandi.


A-riðill:

Rostov-Don – Buducnost | Laugardagur kl 15.00 | Beint á EHFTV.com

  • Rostov hefur nú þegar tryggt sér sæti í útsláttakeppninni eftir sigur liðsins um síðustu helgi gegn Dortmund.
  • Buducnost er með slakan árangur á útivelli á þessari leiktíð og hefur tapað fimm leikjum og aðeins unnið tvo af síðustu 18 útileikjum sínum.
  • Nái Rostov að skora 24 mörk kemst það í hóp 14 liða sem hafa skorað 2.500 mörk í Meistaradeildinni.
  • Rostov hefur alltaf unnið í þremur viðureignum þeirra.

CSM – Dortmund | Laugardagur kl.15.00 | Beint á EHFTV.com

  • Lengsta sigurganga CSM á þessari leiktíð eru þrír í röð. Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum.
  • Mikil óvissa ríkir um hvort Jennifer Gutierrez, Madita Kohorst og Alina Grijseels geti spilað með Dortmund að þessu sinni.
  • Cristina Neagu er markahæsti leikmaður CSM á leiktíðinni með 70 mörk, aðeins tveimur mörkum færri en Nora Mörk sem er markahæst.
  • Þýska liðið er með bestu sóknina í riðlinum, 28,6 mörk að meðaltali í leik.
  • Dortmund hefur ekki tekist að vinna rúmenskt lið í síðustu sex tilraunum.

Esbjerg – FTC | Sunnudagur kl 13.00 | Beint á EHFTV.com

  • Esbjerg hefur nú unnið sex leiki og gert eitt jafntefli en það er besti árangur þeirra í Meistaradeildinni.
  • Leik Esbjerg og Podravka var frestað um síðustu helgi vegna smita hjá danska liðinu sem hefur nú náð sér.
  • Þetta verður 50. leikur Esbjerg í Meistaradeildinni. Með sigri kemst liðið í hóp fjögurra sem hefur unnið 25 sinnum.
  • Líkt og tölfræðin sýnir þá eru liðin mjög jöfn að getu, hafa unnið 2 leiki hvort og gert eitt jafntefli í innbyrðis leikjum sínum.

Podravka – Brest | Sunnudagur kl 13.00 | Beint á EHFTV.com

  • Podravka hefur tapað síðustu átta leikjum sínum í Meistaradeildinni og tap í þessum leik dregur verulega úr möguleikum á sæti í útsláttarkeppninni.
  • Brest hefur ekki þótt sannfærandi á útivelli til þessa og aðeins lánast að vinna einu sinni á útivelli.
  • Króatíska liðið hefur aðeins unnið fimm af síðustu 37 leikjum í Meistaradeildinni þar af eru þrír á heimavelli.
  • Brest vann örugglega með 13 marka mun, 35-22, í fyrri leik þessara liða.

B-riðill:


Kastamonu – Vipers | Laugardagur kl 17.00 | Beint á EHFTV.com

  • Þegar liðin áttust við í október hafði Vipers betur, 39-25. Nora Mörk skoraði átta mörk fyrir Vipers.
  • Norska liðið er í öðru sæti riðilsins.
  • Vipers hefur unnið fimm leiki í röð í Meistaradeildinni.
  • Mörk er markahæst í Meistaradeildinni með 72 mörk.
  • Kastamonu er enn án sigurs í Meistaradeildinni. Liðið hefur tapað öllum sínum leikjum til þessa.

    Sävehof – CSKA | Sunnudagur kl 13.00 | Beint á EHFTV.com

  • Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum í Meistaradeildinni.
  • Rússneska liðið er í fimmta sæti riðilsins með tíu stig en það sænska er í sjöunda sæti með fjögur stig.
  • CSKA vann fyrri leik liðanna með einu marki, 29-28.
  • Jamina Roberts er markahæst hjá Sävehof með 61 mark.

Györ – Odense | Sunnudagur kl 15.00 | Beint á EHFTV.com

  • Ungverska liðið vonast til að vinna ellefta leikinn í röð.
  • Danska liðið er nú í fjórða sæti riðilsins og hefur fengið átta af ellefu stigum sínum á útivelli. Odense hefur unnið fjóra af fimm útileikjum sínum.
  • Györ hefur unnið fjóra af fimm fyrri viðureignum sínum við Odense.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -