Flautað verður til leiks í Olísdeild karla miðvikudaginn 3. september gangi áætlanir mótanefndar HSÍ eftir en uppkast að niðurröðun leikja deildarinnar hefur loksins verið birt á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Stjarnan og Valur eigast við í upphafsleik deildarinnar í Hekluhöllinni í Garðabæ 3. september.
Íslandsmeistarar Fram hefja titilvörnina daginn eftir, fimmtudaginn 4. september, í Lambhagahöllinni þegar FH-ingar, Íslandsmeistarar 2024, koma í heimsókn. Liðin háðu eftirminnilegan leik undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á sama stað í vor.
Sama kvöld og og FH sækir Íslandsmeistarana heim fær Gunnar Magnússon þjálfari Hauka fyrri lærisveina sína í Aftureldingu í heimsókn á Ásvelli.
Nýliðarnir byrja heima
Nýliðar Olísdeildar karla, Þór og Selfoss, fá heimaleik í fyrstu umferð.
Átta umferð fyrir frí
Leikið verður sleitulaust í Olísdeildinni frá 3. september fram 25. október þegar 8. umferð lýkur. Þá verður nærri tveggja vikna hlé vegna landsleikja daga. Íslenska landsliðið mun þá koma saman til æfinga og tveggja vináttuleikja í Þýskalandi eins og handbolti.is sagði frá í vor.
Síðustu leikir fyrir jól
Samkvæmt uppkastinu verða síðustu leikir Olísdeildar fyrir jólafrí þriðjudaginn 16. desember. Þar með verður 15. umferðum lokið. Þráðurinn verður tekinn upp á ný þriðjudaginn 4. febrúar, að loknu Evrópumóti landsliða karla sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Leikir fyrstu tveggja umferða Olísdeildar karla:
1. umferð (miðvikudagur til laugardags):
3. september: Stjarnan – Valur, kl. 19.30.
4. september: FH – Fram, kl. 19.
4. september: Haukar – Afturelding, kl. 19.30.
5. september: ÍBV – HK, kl. 18.30.
5. september: Þór – ÍR, kl. 19.
6. september: Selfoss – KA, kl. 16.
2. umferð (fimmtudagur til laugardags):
11. september: ÍR – Selfoss, kl. 18.30.
11. september: HK – Afturelding, kl. 19.
11. september: Valur – FH, kl. 19.30.
12. september: ÍBV – Stjarnan, kl. 18.30.
12. september: KA – Haukar, kl. 19.
13. september: Fram – Þór, kl. 16.
Olísdeildir karla og kvenna – leikjadagskrá.