- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir sóttu stigin í Safamýri – ÍBV hefndi fyrir tapið

Matea Lonac markvörður og Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagna. Þær gátu glaðst eftir sigurinn í Safamýri. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Íslandsmeistarar KA/Þórs fögnuðu sigri í Safamýri í dag þegar liðið lagði þar Fram með þriggja marka mun í 18. umferð Olísdeildar kvenna, 30:27, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 13:11.


KA/Þór situr áfram í þriðja sæti deildarinnar en er fjórum stigum á eftir Fram sem er efst með 27 stig eftir 18 leiki. KA/Þór á leik til góða við ÍBV.


Liðin skiptust nokkuð á um að hafa forystu í fyrri hálfleik en sterkur lokakafli Framara í fyrri hálfleik innsiglaði tveggja marka forskot, 13:11. KA/Þórsliðið hóf síðari hálfleik af miklum krafti og komst yfir, 15:13. Segja má að liðið hafi ekki gefið frumkvæðið eftir það sem eftir var hálfleiksins. Varnarleikur Fram var í molum og markvarslan engin. KA/Þórsliðið gekk á lagið og ekki spillti fyrir að Matea Lonac varði vel í marki meistaranna.

Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs sagði í samtali við Stöð2sport eftir leikinn að síðari hálfleikurinn hafi verið sá besti hjá liði sínu á keppnistímabilinu.

ÍBV tók völdin í síðari hálfleik

Eftir jafnan fyrri hálfleik í Kórnum þar sem HK tók á móti ÍBV tóku gestirnir öll völd í upphafi síðari hálfleiks. ÍBV skoraði níu mörk gegn einu á fyrstu 12 mínútunum og komst sjö mörkum yfir, 22:15. Eftir þetta var aldrei vafi á hvort liðið færi með stigin tvö úr Kórnum. ÍBV vann, 28:23, og hefndi þar með fyrir tapið á heimavelli á miðvikudagskvöld.


Fram- KA/Þór 27:30 (13:11).
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 9/1, Hildur Þorgeirsdóttir 5/2, Emma Olsson 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 5, 17% – Írena Björk Ómarsdóttir 2, 25%.

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 8/8, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3.
Varin skot: Matea Lonac 14/1, 34%.

Tölfræði fengin hjá Vísir.is – Ekkert HBstatz frá leiknum.


HK – ÍBV 23:28 (14:13).
Mörk HK: Margrét Guðmundsdóttir 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2/1, Sóley Ívarsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 10/2, 27%.

Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 8, Marija Jovanovic 4/4, Bríet Ómarsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Karolina Olszowa 3, Lina Cardell 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2, Elína Elíasdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 5/1, 26,3% – Erla Rós Sigmarsdóttir 3/1, 25%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Handbolti.is fygldist með leikjunum á Leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -