- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen gerði það sem þurfti til að vinna

Þrátt fyrir fimm marka tap geta Viktor Sigurðsson og félagar í Val þokkalega vel við unað eftir síðari leikinn við Melsungen í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -



Melsungen heldur sigurgöngu sinni áfram í F-riðli Evrópudeildar karla í handknattleik. Þrátt fyrir að sex leikmenn hafi verið skildir eftir heima í Þýskalandi þá gerðu þeir sem eftir stóðu það sem þurfti þegar á þurfti að halda gegn Val í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur, 33:28 fyrir Melsungen sem var marki yfir í hálfleik, 16:15.

Ef undan eru skildar fyrstu mínútur leiksins, sem voru afar slakar hjá Valsmönnum þá tókst þeim að halda leiknum nokkuð jöfnum lengst af. Melsungenmenn skoruðu sjö af fyrstu átta mörkum leiksins. Stefndi í einhverja skelfingu af hálfu Valsliðsins. Það lét ekki hug falla. Kom meiri aga á leik sinn, jafnt í vörn sem sókn og vann sig inn í leikinn jafnt og þétt.

Í síðari hálfleik áttu leikmenn Vals lengst af í fullu tré við Melsungenliða. Tókst Val meira að segja að komast þrisvar einu marki yfir, 21:20, 22:21 og 23:22, áður en Melsungen sóttu í sig veðrið. Undir lokin brá Roberto Parrondo þjálfari Melsungen á það ráð að tefla fram sjö sóknarmönnum gegn sex Valsmönnum í vörn. Varð það til þess að leiðir liðanna skildu síðustu sjö átta mínútur viðureignarinnar og fimm marka sigur varð niðurstaðan.

Eftir 15 marka tap ytra fyrir viku geta Valsmenn þokkalega vel við unað eftir viðureignina í kvöld.

Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 8, Ísak Gústafsson 6, Viktor Sigurðsson 4, Magnús Óli Magnússon 4, Miodrag Corsovic 2, Kristófer Máni Jónasson 1, Andri Finnsson 1, Agnar Smári Jónsson 1, Bjarni í Selvindi 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7, 22% – Jens Sigurðarson 3, 30%.

Mörk MT Melsungen: Ian Barrufet 10, Elvar Örn Jónsson 7, Arnar Freyr Arnarsson 3, Alexandre Olivera 3, Hans Aaron Mensing 3, Dimitri Ignatow 2, Leo Stehl 2, Nikolau Enderleit 1, Toma Wolf 1, Jonas Riecke 1.
Varin skot: Adam Morawski 11, 31% – Pawel Krawczyk 0.

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 4. umferð, úrslit

Handbolti.is var á Hlíðarenda og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -