- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen heldur í við efstu liðin – lagði Gummersbach

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson fagnaði sigri með MT Melsungen eftir hörkuleik við Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld, 26:25. Með sigrinum nær MT Melsungen að halda aðeins við efstu lið deildarinnar verandi í fjórða sæti með 25 stig, fimm stigum færra en Magdeburg og Fücshe Berlin sem tróna á toppnum.


Arnar Freyr skoraði tvö mörk í leiknum í Rothenbach-Halle í Kassel auk þess að taka virkan þátt í vararleiknum. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen vegna meiðsla.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið sem er í sjöunda sæti. Stöðun í deildinni er að finna neðst í greininni.

Stórleikur Viggós nægði ekki

Stórleikur Viggós Kristjánssonar nægði ekki Leipzig til sigurs í heimsókn til Wetzlar. Hann skoraði níu mörk og gaf eina stoðsendingu í þriggja marka tapi, 30:27. Franz Semper var næstur með sjö mörk. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki fyrir Leipzig að þessu sinni. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzigliðsins sem er um miðja deild.

Tap í Mannheim

Manuel Zehnder markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar skoraði sigurmark Eisenach, 27:26 á Rhein-Neckar Löwen í SAP Arena í Mannheim. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen en Arnór Snær Óskarsson var ekki á meðal þeirra sem skoraði að þessu sinni.

Bergischer HC tapaði í heimsókn sinni til Göppingen í suður hluta Þýskalands, 31:28. Arnór Þór Gunnnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer.

Heiðmar Felixson og liðsmenn Hannover-Burgdorf töpuðu illa fyrir THW Kiel, 34:20, Wunderino Arena í Kiel. Heiðmar er aðstoðarþjálfari Burgdorf.

Ein umferð er eftir í þýsku 1. deildinni fyrir jól. Leikirnir fara fram á föstudag og á laugardag.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -