- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen í átta liða úrslit með minnsta mun

Elvar Örn Jónsson leikmaður MT Melsungen og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


MT Melsungen með Elvar Örn Jónsson innan sinna raða sló út lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með minnsta mun í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Eftir þriggja marka tap í Gummersbach fyrir viku, 29:26, þá vann Melsungen með fjögurra marka mun á heimavelli í kvöld, 29:25.


Melsungen leikur við Bidasoa Irún í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar 22. og 29. apríl. Fyrri leikurinn fer fram í Rothenbach-Halle í Kassel.

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Talsvert er um meiðsli í herbúðum beggja liða. M.a. eru Elliði Snær Viðarsson og Julian Köster meiddir hjá Gummersbach. Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með MT Melsungen í kvöld fremur en undanfarna mánuði vegna meiðsla. Fleiri leikmenn liðsins eru frá keppni um lengri og skemmri tíma.

Viðureignir í átta liða úrslitum Evrópudeldar karla:
GOG – Flensburg.
Limoges – THW Kiel.
MT Melsungen – Bidasoa Irún.
FC Porto – Montpellier.
-Átta liða úrslit verða leikin 22. og 29. apríl.

Selfyssingarnir, Elvar Örn Jónsson leikmaður Melsungen og Teitur Örn Einarsson hjá Gummersbach, skoruðu ekki marki í leiknum. Báðir eru að stíga upp úr meiðslum.

Melsungen var marki yfir í hálfleik, 14:13, og náði mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik.

Timo Kastening skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Melsungen. Ole Pregler skoraði sex mörk fyrir Gummersbach.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -