Á síðasta degi ársins 2025 lýkur yfirreið yfir þær fréttir sem voru oftast lesnar af lesendum handbolti.is á árinu. Undanfarna daga hafa verið birtar 20 greinar sem oftar voru lesnar á handbolti.is á árinu. Nú er komið að þeim fimm sem oftast voru lesnar.
Annað árið í röð snerist mest lesna frétt ársins um Aron Pálmarsson. Hann lagði skóna á hilluna um mitt árið en átti eftir það að koma við sögu í fréttum, síðasta í desember og þótt hún fjallaði ekki beint um handbolta þá sló hún í gegn.
Myndasyrpa Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara af feðgunum Gústavi Daníelssyni og Björgvini Páli Gústavssyni eftir leik Íslands og Kúbu á HM snemma árs dró að sér lesendur.
Frétt um magakveisu sem herjaði á leikmenn 21 árs landsliðsins meðan þeir tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Kaíró í ágúst vakti athygli alveg eins og játning landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar eftir að þátttöku Íslands á HM lauk.
Frábær frammistaða Viktors Gísla Hallgrímssonar í leikjum ársins vakti athygli og ein þeirra fregna rataði inn á lista yfir fimm vinsælustu fréttir ársins.
Hér fyrir neðan eru þær fréttir sem eru í efstu fimm sætum yfir fréttir sem oftast voru lesnar á handbolti.is 2025. Gleðilegt ár 2026!
1. sæti:
2. sæti:
3. sæti:
4. sæti:
5. sæti:
Upprifjun 1: Mest lesið 1 ”25: Afsökun, kvaddi, ekki svikarar, högg og til aganefndar
Upprifjun 2: Mest lesið 2 ”25: Hver er?, var á leiðinni í flug, tvær hliðar, óánægðir Danir, var brugðið
Upprifjun 3: Mest lesið 3 ”25: Áhyggjur, slæmar fréttir, gerði það gott, næsti leikur, í óleyfi
Upprifjun 4: Mest lesið 4 ”25: Úr lausu lofti gripið, strákarnir, leiðindi, dapurt ástand, tóku til fótanna




