- Auglýsing -
Miðasala á kveðjuleik Arons Pálmarssonar í Kaplakrika föstudaginn 29. ágúst hófst klukkan 12 í dag. Ljóst er að margir ætla ekki að láta þennan stórviðburð framhjá sér fara. Miðarnir hafa verið rifnir út síðasta klukkutímann í miðasölu Stubb.is.
Ungverska meistaraliðið One Veszprém mætir með sitt stórskotalið og leikur við FH í kveðjuleiknum. Auk þess verða fleiri skemmtiatriði á dagskrá í Kaplakrika þetta kvöld og víst að framundan verður eftirminnilegur viðburður. Skemmtunin hefst klukkan 18.30 föstudaginn 29. ágúst og rétt að tryggja sér miða áður en þeir verða uppurnir.
Veszprém mætir FH í Krikanum í lok ágúst í kveðjuleik fyrir Aron
- Auglýsing -