- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Miði er möguleiki

- Auglýsing -

„Ef einhver hefði boðið okkur fyrir mót að við stæðum frammi fyrir því að fara í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum þá hefðum við sannarlega tekið því boði,“ segir Einar Andri Einarsson annar þjálfara U20 ára landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag.

Eftir frídag hjá landsliðinu í dag mætir það spænska landsliðinu á morgun í þriðju og síðustu umferð átta liða úrslita. Sigurliðið mun að öllum líkindum öðlast sæti í undanúrslitum á föstudaginn en tapliðið tekur þátt í keppni um sæti fimm til átta sama dag.

Eftir að Spánn tapaði fyrir Portúgal í gær opnuðust möguleikar íslenska liðsins á ný að öðlast sæti í undanúrslitum en til þess þarf að vinna Spán og einnig verður Portúgal að leggja Austurríki. Sú viðureign er á undan viðureign Íslands og Spánar.

„Við erum glaðir, kátir og hressir í dag,“ sagði Einar Andri sem ásamt Halldóri Jóhanni Sigfússyni þjálfara leggur á ráðin með strákunum um leikinn við Spán á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 12.20 og að vanda verður handbolti.is í keppnishöllinni í Celje í Slóveníu.

„Allir gera sér grein fyrir hversu öflugir Spánverjarnir eru en ég er líka viss um það að ef allir ná viðlíka frammistöðu og gegn Portúgal þá eigum við möguleika. Það verður líka pressa á Spánverjunum. Miði er möguleiki,“ sagði Einar Andri Einarsson.

Talsvert lengra viðtal er við Einar Andra í myndskeiði efst í þessari frétt.

Viðureign Íslands og Spánar á EM 20 ára landsliða karla hefst klukkan 12.20 á morgun. Handbolti.is er í Slóveníu og ætlar að vanda að fylgjast með í textalýsingu.

EMU20 karla: Leikjadagskrá, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Yngri flokkar

Ætlum að sýna okkar rétta andlit gegn Spánverjum

Myndbönd

Er ekki afsökun fyrir lélegri frammistöðu í gær

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -