- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mikið þarf að ganga á áður en HM verður slaufað

Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Mikið þarf að ganga á til þess að lið verði afskráð eftir að keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik verður hafin.
  • Svo lengi sem tíu heilbrigðir útileikmenn og einn markvörður verða til reiðu verður liði gert skylt að mæta til leiks. Ekki er nóg með það heldur þarf einn þjálfari að vera tiltækur, svo og annað hvort læknir eða sjúkraþjálfari. Takist það ekki er liðið dæmt til að tapa, 10:0.
  • Ef liði tekst ekki af einhverjum ástæðum, m.a. hópsmits á hótelinu eða innan liðsins, ekki mætt í fyrsta leik er hann skráður tapaður, 10:0.
  • Mæti lið ekki í annan leik tapast hann einnig, 10:0, og liðið dæmt úr keppni.
  • Ástæða þess að varaþjóðirnar frá Evrópu, Norður-Makedónía og Sviss, eru þegar mættar til leiks eða á leiðinni, er sú að heimsmeistararnir eru frá Evrópu, Danir. Þannig eru reglur IHF, Alþjóða handknattleiksambandsins. Íslendingum ætti að vera í fersku minni þegar íslenska landsliðið kom inn sem varaþjóð á HM 2015. Þá voru Spánverjar ríkjandi heimsmeistarar.
    Röðin er þessi:
    Norður-Makedónía, 15. sæti á EM 2020.
    Sviss, 16. sæti á EM 2020.
    Holland, 17. sæti á EM 2020.
    Svartfjallaland, 18. sæti á EM 2020.
    Úkraína, 19. sæti á EM 2020.
    Serbía, 20. sæti á EM 2020.
  • Ef fleiri en sex landslið hætta við þátttöku þá getur IHF valið inn lið í staðinn og látið draga að nýju í riðla.
  • Þetta er meðal þeirra ráða sem gripið verður til ef í nauðir rekur á HM. Fleira mætti tína til en „krísuhandbók“ IHF er upp á 30 blaðsíður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -