- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Mikil eftirvænting hjá okkur“

Elías Már Halldórsson kveður nú HK sem Olísdeildarlið. Mynd/Fjölnir, Þorgils G.
- Auglýsing -

„Það ríkir mikil eftirvænting hjá okkur fyrir að byrja aftur,“ sagði Elías Már Halldórsson þjálfari karlaliðs HK við handbolta.is í dag en hann verður í eldlínunni í kvöld þegar flautað verður til leiks aftur eftir langt hlé í Grill 66-deild karla í handknattleik. Fjórir leikir fara fram og mætir HK liði Vængja Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi. Leikurinn hefst klukkan 19.30 en nánar er greint frá leikjadagskránni neðst í þessari grein.


„Staðan á liðinu er góð. Einhverjir leikmenn eru að glíma við smávægileg meiðsli en við mætum klárir með 14 leikmenn á skýrslu í kvöld,” sagði Elías Már en lið hans er í öðru sæti deildarinnar. Nokkrir úr HK-liðinu hafa veikst af kórónuveirunni. Elías Már sagði þá hafa jafnað sig. „Þeir eru allir við hesta heilsu og hafa jafnað sig 100%,“ sagði Elías Már ennfremur.
Áhugasömum er bent á að hægt verður að fylgjast með leik Vængja Júpíters og HK á slóðinni youtu.be/gC0HlXKBA2Q.


Á sama tíma og flautað verður til leiks í Kórnum leika Víkingar við Selfoss U í Víkinni. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var heldur en ekki ánægður með handboltinn væri að fara á fulla ferð aftur.

„Það er frábært að geta loksins mætt aftur á keppnisvöllinn. Strákarnir hafa æft vel undanfarnar vikur. Það er tilhlökkun í hópnum að keppni skuli vera farin af stað aftur en við verðum án markmannsins Bjarka Garðarsonar. Hann meiddist ílla á hné og verður frá næstu tvo mánuði,“ sagði Jón Gunnlaugur og benti áhugasömum á að í ljósi þess að engir áhorfendur verða leyfðir þá mun Víkingur sýna beint frá leiknum á Víkingur TV.


Leikir kvöldsins eru:
Víkin: Víkingur – SelfossU, kl. 19.30 – Víkingur tv á youtube
Dalhús: Vængir Júpíters – HK, kl. 19.30 – sýndur á youtube rás Vængja Júpíters
Hertz-höllin: Kría – Haukar U, kl. 20.30
Framhús: Fram U – Fjölnir, kl. 20.30
Á morgun, laugardag:
Torfnes, Ísafirði: Hörður – Valur, kl. 15

Staðan, stig, leikjafjöldi innan sviga:
Fjölnir 5(3), HK 4(3), Valur U 4(3), Kría 4(3), Víkingur 4(3), Selfoss U 3(3), Haukar U 3(3), Hörður 2(3), Vængir Júpíters 2(3), Fram U 0(3).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -