- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mikilvægt stig hjá Daníel Þór og félögum

Daníel Þór Ingason í leik með Balingen-Weilstetten. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Daníel Þór Ingason og félagar í Balingen-Weilstetten kræktu í mikilvægt stig í botnbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við Teit Örn Einarsson og samherja í Flensburg, 23:23. Leikið var í Sparkassen Arena í Balingen og var heimaliðið með eins marks forskot að loknum fyrri hálfleik.

Teitur kom Flensburg yfir

Vladan Lipovina jafnaði metin fyrir Balingen þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 23:23, en Teitur Örn hafði komið Flensburg marki yfir, 23:22, þegar 42 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Það var annað af tveimur mörkum Selfyssingsins í leiknum. Hann átti einnig eina stoðsendingu.
Daníel Þór skoraði ekki mark fyrir Balingen en átti eina stoðsendingu og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu eitt mark hver í tveggja marka sigri Melsungen á Erlangen, 30:28, á heimavelli í dag. Elvar Örn átti tvær stoðsendingar. Alexander Petersson skoraði ekki mark en var fastur fyrir í vörninni og var vísað af leikvelli í tvígang.


Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli er Göppingen tapaði fyrir Füchse Berlin með sjö marka mun, 31:24, á heimavelli í dag.


Önnur úrslit í dag:
Leipzig – GWD Minden 25:26.
Wetzlar – THW Kiel 29:27.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -