- Auglýsing -
- Auglýsing -

Misjafnt gengi Íslendinga

Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk í sigurleik EH Aalborg í gær. Mynd/ÍBV
- Auglýsing -

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður, og Steinunn Hansdóttir léku báðar með Vendsyssel sem tapaði á heimavelli fyrir Skanderborg í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 26:19. Leikið var á heimavelli Vendsyssel á Jótalandi.

Elín Jóna kom lítið við sögu í leiknum og varði ekki skot að þessu sinni. Steinunn Hansdóttir skoraði hinsvegar þrjú af mörkum Vendsyssel en liðið er nýliði í úrvalsdeildinni og hefur náð í eitt stig fram til þessa eins og Ajax en liðin gerðu jafntefli um síðustu helgi. Holstebro rekur lestina án stiga.

Esbjerg, sem Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék með, Herning-Ikast og Viborg eru í sérflokki í deildinni um þessar mundir. Liðin hafa unnið alla fjóra leiki sína.

Vel gengur hjá Söndru Erlingsdóttur og samherjum hennar í EH Aalborg í næst efstu deild. Þær unnu í dag SönderjyskE á heimavelli síðarnefnda liðsins, 22:18, og hafa fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Sandra lék að vanda á miðjunni hjá Álaborgarliðinu og skoraði þrjú mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -