- Auglýsing -
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði mark með órúlegum tilþrifum í gær þegar lið hans, Gummersbach, mætti Melsungen í æfingaleik í Rothenbach-Halle í Kassel í gær.
Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan hátt að sveifla boltanum yfir varnarlausan markvörð Melsungen liðsins sem vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið.
Þetta var eitt þriggja marka Elliða Snæs í leiknum sem Gummersbach tapaði með fjögurra marka mun, 38:34. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen.
Syrpu með tilþrifum Elliða Snæs er að finna á Facebook-síðu Gummersbach sem nálgast má hér fyrir neðan.
- Auglýsing -