- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aðalsteinn, Óðinn, Orri, Viktor, Aron, Ágúst, Elvar, Arnar, Davis

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten í Sviss. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Kadetten Schaffhausen sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með tapaði í gær fyrir HC Kriens-Luzern, 32:30, í úrslitum bikarkeppninnar í Sviss. Óðinn Þór var markahæstur hjá Kadetten með níu mörk. Svissneski landsliðsmaðurinn Andy Schmid skoraði 10 mörk fyrir HC Kriens-Luzern. Aðalsteinn stýrði Kadetten til sigurs í bikarkeppninni fyrir tveimur árum. 
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk fyrir Elverum í gær þegar liðið vann Nærbø, 31:28, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikið var í Elverum. Næsti leikur verður á heimavelli Nærbø á miðvikudaginn. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson varð 10 skot á þeim tíma sem hann var í marki Nantes í gær í stórsigri liðsins á Dunkerque, 37:19, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Leikurinn fór fram í Nantes. Nantes er í öðru sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, aðeins einu stig á eftir PSG sem er efst. 
  • Aron Pálmarsson skoraði sjö mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Aalborg Håndbold gerði jafntefli á heimavelli við Ribe-Esbjerg í riðlakeppni átta liða úrslita um danska meistaratitilinn í handknattleik í gær. 
  • Ágúst Elí Björgvinsson var allan leikinn í marki Ribe-Esbjerg. Hann varði 10 skot, þar af tvö vítaköst. Einnig skoraði Ágúst Elí eitt mark. Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar og Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark. 
  • Aalborg og Skjern eru örugg um sæti í undanúrslitum úr riðli eitt í átta liða úrslitum. Ribe-Esbjerg er í þriðja sæti riðilsins og Kolding rekur lestina. 
  • Ekkert virðist ætla að verða af því að Spánverjinn David Davis taki við þjálfun Pick Szeged í Ungverjalandi. Forráðamenn félagsins leita logandi ljósi að eftirmanni Juan Carlos Pastor sem hættir í vor eftir áratug við þjálfun liðsins. Hermt er að stjórnendur Pick Szeged leiti að þjálfara til eins árs, eða þangað til Svíinn Michael Apelgren verður laus undan samningi hjá Sävehof í Svíþjóð. Þá mun hann eiga að taka við. 
  • Davis var þjálfari Veszprém í Ungverjalandi frá 2018 til 2021. Hann er um þessar mundir þjálfari Al Ahly í Egyptalandi og tók við liðinu eftir að Vardar í Skopje varð enn einu sinni að skera niður útgjöld sín á síðasta ári.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -