- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Æfingaleikur og félagsskipti á elleftu stundu

Gísli Þorgeir Kristjánsson tverður í eldlínunni með Magdeburg í Evrópudeildinni í vetur. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -
  • SC Magdeburg, sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með, vann í gærkvöld Dessau-Roßlauer, 36:25, á heimavelli í síðasta æfingaleik liðsins áður en keppni hefst í þýsku 1. deildinni um mánaðarmótin. Magdeburg var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:13.  
  • Ómar Ingi fékk frí frá leiknum eftir því sem fram kemur á heimasíðu SC Magdeburg. Gísli Þorgeir lék hinsvegar með liðinu en ekki fylgdi frásögn á síðunni hvort hann hafi skoraði mark eða mörk. Magdeburg mætir Bergsicher HC á heimavelli 1. október en með Bergischer leika Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson. 
  • Fullyrt var í spænskum fjölmiðlum seint í gærkvöld að línumaðurinn sterki Rafa Baena væri á leið til þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen ekki seinna en um helgina. Baena, sem er orðinn 37 ára gamall, lék með Löwen frá 2015 til 2018 en er nú í herbúðum spænska smáliðsins Club Balonmano Los Dólmenes.
  • Þýska handknattleiksliðið HC Erlangen hefur keypt sænska handknattleiksmanninn Hampus Olsson frá HK Malmö nú á elleftu stundu áður en keppni í þýsku 1. deildinni hefst um mánaðarmótin. Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Erlangen og þess vegna var ekkert hik á Þjóðverjunum að kaupa Svíann. 
  • Hinn efnilegi portúgalski markvörður, Diogo Valerio, leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í vetur. Hann var á samningi hjá Benfica en fékk ekki mörg tækifæri þar á síðasta vetri og var þá lánaður til OS Belenenses.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -