- Auglýsing -
- Einn þekktasti og áhrifamesti handknattleiksþjálfari sinnar samtíðar, Vlado Stenzel, varð 89 ára í gær. Stensel er Serbó/Króati sem flutti til Þýskalands 1973 og stýrði þýska landsliðinu til sigurs á HM 1978 í sögufrægum úrslitaleik við Sovétmenn í Kaupmannahöfn, 20:19. Þjóðverjar fögnuðu þá sigri í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti karla í handknattleik frá utanhússmótinu 1938.
- Áður hafði Stensel þjálfað júgóslavneska landsliðið sem varð Ólympíumeistari í München 1972. Hann hætti þjálfun júgóslavneska landsliðsins eftir leikana að loknum fimm árum í þjálfarastólnum.
- Stensel kom til Þýskalands 1973 til þess að þjálfa SC Phönix Essen 1920 en var aðeins hjá félaginu í eitt ár. Þá tók hann við landsliðinu og var þjálfari þess í átta ár. Eftir HM í Vestur-Þýskalandi 1982 sagði Stensel starfi sínu lausu vegna vonbrigða með að hafa ekki náð að leika til verðlauna á mótinu á heimavelli.
- Eftir að Stensel hætti þjálfun þýska landsliðsins starfaði hann hjá mörgum félögum allt til ársins 2008.
- Stensel var fyrirmynd margra þjálfara m.a. Heiner Brand sem þjálfaði þýska landsliðið þegar það varð heimsmeistari 2007 er því stundum haldið fram að áhrifa Stensel á landsliði hafi ekki lokið fyrr en með titlinum 2007. Brand var á meðal leikmanna landsliðsins sem varð heimsmeistari 1978. Hann hefur sagt að enginn þjálfari hafi haft meiri áhrif á sig en Stensel, jafnt sem leikmaður og þjálfari.
- Stensel bjó lengi í Wiesbaden í Þýskalandi en flutti til Skradin í Króatíu fyrir fimm árum.
- Khalifa Ghedbane landsliðsmarkvörður Alsír hefur samið við meistarana í Norður Makedóníu, Eurofarm Pelister, til tveggja ára. Ghedbane þekkir til í Norður Makedóníu eftir að hafa leikið um skeið með Vardar. Einnig var Alsírbúinn markvörður Dinamo Bucuresti um skeið. Eurofarm Pelister tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur í fyrsta sinn.
- Auglýsing -