- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ágúst Elí, Einar Birgir, Jón Heiðar, Ragnar Snær, rútuferð, Evrópudeildin, Prandi

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg í Danmörku og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar hans í KIF Kolding unnu afar mikilvægan sigur í botnslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á útivelli. Kolding lagði Nordsjælland á útivelli, 30:29. Sigurinn fleytti Kolding upp í 12. sæti, alltént um stundarsakir. Fyrir leikinn var Kolding í 14. og næst neðsta sæti. Tvö lið falla úr deildinni. Kolding á tvo leiki eftir. Ágúst Elí stóð í marki Koldingliðsins drjúgan hluta leiksins í gærkvöld og varði fjögur skot. 
  • Einar Birgir Stefánsson, Jón Heiðar Sigurðsson og Ragnar Snær Njálsson voru allir heiðraðir fyrir leik KA og Aftureldingar í Olísdeild karla á sunnudaginn í KA-heimilinu. Þremenningarnir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið náð þeim áfanga að leika a.m.k. 100 leiki fyrir meistaraflokk KA. 
  • Stuðningsmenn handknattleiksliðs Selfoss ætla að fjölmenna  í Austurberg í kvöld þegar ÍR og Selfoss mætast í uppgjöri tveggja sigurstranglegustu liða Grill66-deildar kvenna. M.a. verður boðið upp á rútuferðir frá Selfoss á leikinn. Lagt verður af stað klukkan 18.15 frá Set-höllinni á Selfoss. Þeir sem vilja fara með rútunni þurfa að skrá sig til þátttöku á heimasíðu handknattleiksdeildar Selfoss. Flautað verður til leiks í Austurbergi klukkan 19.30. 
  • Sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik karla hefjast í kvöld. Fimm Íslendingar verði í eldlínunni. Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen á heimavelli þegar það fær sænska meistaraliðið Sävehof í heimsókn. Bjarki Már Elísson leikur á heimavelli með Lemgo gegn pólska liðinu Wisla Plock og Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður, verður í Baskalandi þar sem GOG sækir heim Bidasoa Irun. Loks verða Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon með Magdeburg í Lissabon í leik við Sporting. Síðari leikir 16-liða úrslita verða að viku liðinni. 
  • Franski landsliðsmaðurinn Elohim Prandi sem varð fyrir hnífstunguárás á nýársnótt lék sinn fyrsta leik á sunnudaginn eftir að hafa jafnað sig líkamlega eftir árásina. Hann lék þá með félögum sínum í  PSG í 37:32 sigri á Elvari Ásgeirssyni og félögum í Nancy.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -