- Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í KIF Kolding unnu Ystad, 30:29, í fyrsta æfingaleiknum fyrir komandi keppnistímabili. Leikið var í Kolding í gær. Ágúst Elí var í marki Kolding hluta leiksins og varði fimm skot, eftir því sem greint er frá á heimasíðu félagsins.
- Veronica Kristiansen lék í gær sinn 150. landsleik fyrir Noreg þegar norska landsliðið vann japanska landsliðið, 37:25, í síðast leik riðlakeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Kristiansen, sem varð 31 árs gömul 10. júlí, lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir átta árum og hefur síðan verið ein kjölfesta hins sterka norska landsliðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Síðustu þrjú ár hefur Kristiansen leikið með Györ í Ungverjalandi.
- Tobias Reichmann hefur kvatt þýska landsliðshópinn í handknattleik í Tókýó og haldið heim til Þýskalands. Reichmann tók ekki þátt í leik á leikunum. Hann var einn þriggja aukamanna sem Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari var með í hóp sínum. Alfreð hefur þegar gert eina breytingu og má ekki gera fleiri breytingar takist þýska liðinu að komast í undanúrslit nema ef annar markvörðurinn meiðist þá verður mögulegt að kalla inn Silvio Heinevetter inn í liðið.
- Jamal Naji tekur við þjálfun þýska liðsins Bergischer HC sumarið 2022. Frá þessu var greint í gær en það hefur legið fyrir síðan í vor að núverandi þjálfari Bergischer HC, Sebastian Hinze, hættir að ári liðnu og tekur við þjálfun Rhein-Neckar Löwen. Naji þjálfar nú Tusem Essen lýkur samningi sínum við félagið við lok komandi leiktíðar. Naji er 35 ára gamall. Arnór Þór Gunnarsson er leikmaður Bergischer HC.
- Auglýsing -