- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Alfreð í afrekshópi-fyrsta og annað sinn á ÓL, hópast til Tyrklands

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/DHB
- Auglýsing -
  • Alfreð Gíslason varð í gær fimmti þjálfarinn sem nær þeim áfanga að hafa bæði unnið Meistaradeild Evrópu sem þjálfari og verið við stjórnvölinn hjá landsliði sem tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikum í handknattleik karla. Á þetta benti danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boysen á Twittersíðu sinni í gær eftir að þýska landsliðið innsiglaði keppnisrétt á Ólympíuleikunum sem fram eiga að fara í Tókíó í sumar. Hinir eru Javier Garcia Cuesta, Valero Rivera, Talant Dujshebaev og Roberto Garcia Parrondo
  • Portúgal tekur í fyrsta sinn þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar og frændur okkar Norðmenn verða með karlalið sitt í fyrsta sinn á leikunum frá 1972. Handknattleikur var í fyrsta sinn á dagskrá Ólympíuleikanna 1972 en þeir voru valgrein Þjóðverja sem voru gestgjafar leikanna 1936 í Berlín. 
  • Dragan Adzic, sem árum saman var þjálfari Budocnost í Svartfjallalandi með frábærum árangri verður eftirmaður Helle Thomsen hjá tyrkneska meistaraliðinu Kastamonu. Thomsen hætti óvænt í síðustu viku eftir nokkra mánuði í starfi. Adzic sagði starfi sínu lausu hjá Budocnost um áramótin síðustu eftir langan og sigursælan feril. Hermt er að svartfellsku landsliðskonurnar Jovanka Radičević, Majda Mehmedović og Milena Raičević elti Adzic til tyrkneska liðsins auk þess sem hin norska Amanda Kurtovic framlengi dvöl sína nú þegar hún verður laus undan samningi við Györ í vor. Kurtovic hefur leikið sem lánsmaður hjá Kastamonu í vetur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -