- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Andrea, Aldís, Katrín, Mindentríó, Örn, Sveinbjörn, Hákon, Tumi, norskur bikar, Bjarki

Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik og leikmaður Silkeborg-Voel í dönsku úrvalsdeildinnni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar lið hennar, Silkeborg-Voel, tapaði fyrir hinu sterka liði Ikast, 30:22, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Andreu var einu sinni vikið af leikvelli. Silkeborg-Voel er í níunda sæti með sex stig að loknum níu leikjum.
  • Ikast, sem er taplaust eftir fimm leiki í Meistaradeild Evrópu, er í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir níu umferðir. Esbjerg er efst með 18 stig eftir sigur á Odense Håndbold, 30:26, á heimavelli í gær. Odense er í þriðja sæti. 
  • Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk og Katrín Tinna Jensdóttir eitt mark þegar lið þeirra Skara HF gerði jafntefli á útivelli við Kungälvs HK, 28:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er að jafna sig af meiðslum og lék ekki stórt hlutverk í gær.  Skara fór upp í áttunda sæti úr því níunda með jafnteflinu. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar þegar lið hans, GWD Minden vann EHV Aue, 34:33, í þýsku 2. deildinni í gærkvöld á heimavelli. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari GWD Minden. Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir GWD Minden og var tvisvar vikið af leikvelli. Minden er í 10. sæti. 
  • Sveinbjörn Pétursson stóð rúmlega hálfan leikinn í marki EHV Aue í tapleiknum í Minden í gær. Sveinbjörn varði níu skot, þar af eitt vítakast, 36%. EHV Aue er neðst með tvö stig.
  • Örn Vésteinsson Östenberg skoraði ekki fyrir VfL Lübeck-Schwartau þegar liðið vann Eintracht Hagen, 37:30, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í gær. Hákon Daði Styrmisson skoraði þrjú af mörkum Hagen-liðsins sem er í 11. sæti með átta stig. VfL Lübeck-Schwartau  er tveimur stigum ofar í níunda sæti. 
  • Tumi Steinn Rúnarsson er ennþá frá keppni vegna meiðsla í baki. Hann var þar af leiðandi ekki með Coburg í gær í tapi fyrir Elbflorenz, 28:25, í Dresden. Leikurinn var liður í 2. deildarkeppninni í þýska handboltanum. Coburg er í 12. sæti. 
  • Stöðuna í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla í fleiri deildum evrópska handknattleiksins er að finna hér

Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði fjögur mörk þegar Volda lagði Junkeren, 22:19, á útivelli í norsku bikarkeppninni í gær. 

  • Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar, steinlá á heimavelli fyrir Larvik í bikarkeppninni í Noregi í gær, 38:28. Gamla brýnið, Heidi Løke, skoraði 11 mörk fyrir Larvik. 
  • Storhamar vann Follo örugglega, 36:22, á útivelli í norsku bikarkeppninni í kvennaflokki í gær. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar. 
  • Bjarki Finnbogason, fyrrverandi leikmaður HK, skoraði sex mörk fyrir Anderstorps SK72, þegar liðið tapaði með sex marka mun, 34:28, fyrir Drott í Halmstad  í gærkvöld. Liðin eiga sæti í næst efstu deild sænska handknattleiksins, Allsvenskan. Anderstorps SK72 er í sjötta sæti með átta stig eftir sjö leiki. Helsingborg sem féll úr úrvalsdeildinni er efst með 14 stig. Drott er í öðru sæti með 11 stig.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -