- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Andrea, Sara, Katrín, Halldór, Hilmar, Axel, Elías, Birta, Harpa

Andrea Jacobsen handknattleikskona hjá Kristianstad í Svíþjóð. Mynd/Kristianstad Handboll
- Auglýsing -
  • Andrea Jacobsen og samherjar í Kristianstad töpuðu illa fyrir Önnereds á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 27:18. Andrea náði sér ekki vel á strik og skoraði fjögur mörk úr 12 skotum. Mestu munaði um stórleik Jenny Sandgren í marki Önnered. Hún var með 45% hlutfallsmarkvörslu og reyndist Andreu og samherjum óþægur ljár í þúfu. Kristianstad er í fimmta sæti deildarinnar með sex stig eftir sex leiki. Önnreds skaust upp í þriðja sæti með sigrinum, er stigi á eftir Sävehöf og Skuru.
  • Sara Dögg Hjaltadóttir er enn úr leik vegna meiðsla og lék því ekki með Gjerpen Skien í gær þegar liðið vann Þrándheimsliðið Charlottenlund SK, 31:26, á heimvelli í norsku 1. deildinni. Gjerpen er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig eftir átta leiki.
  • Íslendingatríóið hjá Volda fagnaði stórsigri í gær á Nordstrand í norsku 1. deildinni í handknattleik, 38:26, í viðureign liðanna í Ósló. Katrín Tinna Jensdóttir skoraði eitt af mörkum Volda og var einu sinni vísað af leikvelli. Halldór Stefán Haraldsson þjálfar Volda og Hilmar Guðlaugsson er honum til halds og trausts. Volda situr í öðru sæti með 11 stig þegar sjö leiki eru að baki.
  • Axel Stefánsson þjálfari Storhamar mátti bíta í það súra epli í gær að lið hans tapaði öðru sinni í röð í norsku úrvalsdeild kvenna. Að þessu sinni tapaði Storhamar á heimavelli fyrir Romerike Ravens frá Lilleström, 27:23. Storhamar er áfram í öðru sæti með 16 stig eftir 10 leiki eins og Sola sem tapaði fyrir Evrópumeisturum Vipers Kristianstad, 24:23.
  • Elías Már Halldórsson var hinsvegar hinn kátasti að leikslokum þegar Fredrikstad Bkl. vann Follo, 26:22, á heimavelli í norsku úrvalsdeild kvenna. Fredrikstad Bkl er komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig eftir 10 leiki.
  • Birta Rún Grétarsdóttir og samherjar í Oppsal gerðu jafntefli á heimavelli við Flint Tønsberg, 26:26. Oppsal var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Birta Rún skoraði ekki en var í leikmannahópi liðsins. Oppsal er í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með sjö stig að afloknum 10 leikjum.
  • Harpa Rut Jónsdóttir og samherjar hennar í LK Zug er komnar í átta liða úrslit bikarkeppninnar í Sviss. LK Zug vann Stans með 30 marka mun í gær, 46:16, í 16-liða úrslitum. Áður hafði LK Zug unnið stórsigur á Willisau, 41:16, í 32-liða úrslitum keppninnar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -