- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Annað tap, vonsviknir Danir og ráðagóðir Norðmenn

Sveinn Jóhannsson leikmaður SönderjyskE gengur til liðs við Erlangen í sumar. Mynd/SönderkyskE
- Auglýsing -
  • Sveinn Jóhannesson og samherjar í Sönderjyske töpuðu í gærkvöld öðrum leik sínum í vikunni í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar þeir fengu leikmenn Fredericia í heimsókn. Gestirnir voru ákveðnari frá upphafi til enda og unnu með fjögurra marka mun, 32:28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 19:15. Sveinn skoraði ekki mark að þessu sinni eftir því sem næst verður komist, en bilun var í töluvkerfi dönsku úrvalsdeildarinnar í gærvöldi. Þess vegna var ekki öll tölfræði leiksins staðfest. 
  • SönderjyskE er eftir sem áður í áttunda sæti með níu stig að loknum 10 leikjum. Það kann þó að breytast fljótlega þar sem liðin sem eru næst á eftir hafa leikið einum leik færra. 
  • Aðeins mega að hámarki 500 áhorfendur vera á hverjum leik á EM kvenna í Danmörk þegar hluti mótsins fer þar fram í desember. Per Bertelsen var vonsvikinn eftir fund með íþróttamálaráðherra Danmerkur í gær þar sem kom fram að ekki yrði vikið frá þessum hámarksfjölda. „Við lögðum fram áætlarnir um að fá að selja 4.300 aðgöngumiða á leiki okkar og hinsvegar 3.500 miða en því miður töluðum við fyrir daufum eyrum,” sagði Bertelsen. Leikir danska landsliðsins í riðlakeppninni fara fram í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Þar er rúm fyrir 14 þúsund áhorfendur í sæti.
  • Forsvarsmenn norska handknattleiksliðsins Vipers Kristiansand hafa velt upp þeirri hugmynd að leika báða leiki sína við rússneska meistaraliðið Rostov-Don í Meistaradeild Evrópu á danskri grund til að komast hjá sóttkví í Noregi. Framundan er ferð hjá Vipers liðinu til Rússlands og við heimkomu til Noregs aftur verða leikmenn og starfsmenn að fara í tíu daga sóttkví.
  • Innan nokkurra vikna verða leikmenn Rostov Don að koma til Noregs og leika síðari leikinn. Þeir verða einnig að dvelja í langri sóttkví í Noregi fyrir leikinn. Hinsvegar þurfa Norðmenn ekki fara í sóttkví við komu til Danmerkur né þegar þeir fara frá Danmörku til Noregs. Eins þurfa Rússar ekki að sæta eins langri sóttkví í Danmörku og í Noregi. Þess vegna er til skoðunar hjá forsvarsmönnum Vipers og Rostov-Don að hittast í Danmörku og leika báða leikina þar með nokkurra daga millibili. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -