- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnar, Rúnar, Schmid, Aðalsteinn, Vranjes, Kraft, El-Tayar, Nyfjäll

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk þegar MT Melsungen vann ASV Hamm-Westfalen, 30:29, á heimavelli í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen vegna meiðsla. Melsungen situr í áttunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.  Hamm er fallið í 2. deild. 
  • Leipzig, liðið sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar, tapaði á heimavelli fyrir Lemgo, 33:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Viggó Kristjánsson lék ekki með Leipzig fremur en í síðustu leikjum. Hann er meiddur. Leipzig er í 12. sæti af 18 liðum deildarinnar. 
  • Handknattleiksmaðurinn þrautreyndi, Andy Schmid, leikur ekki með HC Kriens í fjórðu viðureign liðsins við Aðalstein Eyjólfssonar og samherja í Kadetten Schaffhausen um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld. Schmid, sem farið hefur á kostum á leiktíðinni, fékk rifu á hásin í þriðja leik HC Kriens og Kadetten á sunnudaginn. 
  • Fjarvera Schmid er annað áfallið sem HC Kriens-liðið verður fyrir í aðdraganda fjórða úrslitaleiksins. Eins og handbolti.is sagði frá í gær handarbrotnað Fabian Böhm í fyrrgreindum leik á sunnudaginn sem varð leiddur til lykta í vítakeppni eftir tvær framlengingar. 
  • Kadetten hefur tvo vinninga en HC Kriens einn. Kadetten tryggir sér meistaratitilinn annað árið í röð með sigri í leiknum í dag. 
  • Svíinn Ljubomir Vranjes tekur 1. júlí við af Dananum Lars Christiansen í starfi íþróttastjóra þýska handknattleiksliðsins Flensburg-Handewitt. Vranjes hefur síðasta árið verið þjálfari franska liðsins Nîmes. Hann þekkir vel til hjá Flensburg var m.a. leikmaður liðsins og síðar þjálfari frá 2010 til 2017. Síðan hefur Vranjes verið laus í rásinni, ef svo má segja, og víðar komið við í þjálfun en sjaldan staldrað við til lengdar. 
  • Sænski markvörðurinn Niklas Kraft sem kom m.a. hingað til lands og lék með Ystads IK gegn Val í Evrópudeildinni á nýliðinni leiktíð hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Kraft mun þar með standa vaktina í marki Ribe-Esbjerg ásamt Hafnfirðingnum Ágúst Elí Björgvinssyni markverði á næsta keppnistímabili. 
  • Egypski landsliðsmarkvörðurinn Mohamed El-Tayar hefur ákveðið að söðla um í sumar og ganga til liðs við nýliða þýsku 1. deildarinnar, Balingen-Weilstetten, sem íslensku handknattleiksmennirnir Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson leika með. El-Tayar er annar markvarða DHfK Leipzig út keppnistímabilið. 
  • Sænski línumaðurinn Adam Nyfjäll hefur ákveðið að yfirgefa Wetzlar í sumar og ganga til liðs við Hannover-Burgdorf þar sem Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari. Hannover-Burgdorf hefur verið í mikilli sókn enda með hörkulið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -