- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Janus, Dinart, Sabate, Böhm, Gjekstad, Fintland

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -
  • Janus Dam Djurhuus leikmaður Íslandsmeistara ÍBV er í U21 árs landsliði Færeyja sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst 20. júní í sameiginlegri umsjón Grikkja og Þjóðverja. Færeyingar verða í riðli með Spánverjum sem urðu Evrópumeistarar 20 ára landsliða á síðasta ári, Asíumeisturum Japans og Angóla.  Leikir færeyska landsliðsins í riðlakeppninni fara fram í Magdeburg

Janus  var í færeyska landsliðinu sem lék tvo vináttuleiki við U21 árs landslið Íslands í Kaplakrika á laugardaginn og sunnudaginn. Færeyingar unnu síðari leikinn, 31:30, en töpuðu þeim fyrri, 31:23. 

  • Eftir viðureign US Ivry og Toulouse í síðustu umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld var formlega tilkynnt að Didier Dinart væri orðinn félagi í heiðurshöll franska handknattleiksins. Dinart er um þessar mundir þjálfari US Ivry. Hann lék 379 landsleiki fyrir Frakkland á nærri 20 ára tímabili og varð m.a. heimsmeistari 2001, 2009 og 2011 auk þess að stýra franska landsliðinu til sigurs sem landsliðsþjálfari á HM 2017. Dinart er 15. karlkyns handknattleiksmaðurinn sem tekinn er inn í heiðurshöll franska handknattleiksins. 
  • Pólsku bikarmeistararnir Wisla Plock hafa náð samkomulagi við þjálfarann Xavi Sabate um að framlengja samning sinn til næstu þriggja ára, eða fram á mitt árið 2026. Sabate hefur þjálfað Wisla Plock frá 2018. Undir hans stjórn hefur liðið fært sig upp á skaftið í evrópskum handknattleik. M.a. komst liðið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í vor þegar það var með í fyrsta sinn. Sabate hefur einnig þjálfað karlalandslið Tékklands síðasta árið og verður væntanlega við stjórnvölin á EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs. 
  • Þýski handknattleiksmaðurinn Fabian Böhm leikur ekki með HC Kriens á morgun í fjórða úrslitaleiknum við Kadetten Schaffhausen um meistaratitilinn í Sviss. Böhm handarbrotnaði í þriðja úrslitaleik liðanna á sunnudaginn. 
  • Það kom fáum á óvart að Ole Gustav Gjekstad og Endre Fintland, þjálfarateymi Vipers Kristiansand, voru valdir þjálfarar ársins í Noregi í gær úr hópi þeirra sem þjálfa kvennalið í Noregi. Gjekstad hættir störfum hjá Vipers í sumar og flytur til Danmerkur og tekur við Odense Håndbold.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -