- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur og félagar sóttu ekki gull í greipar Barcelona

Jim Gottfridsson sækir að þeim Ludovic Fabregas og Dika Mem í leik Flensburg og Barcelona í kvöld. Johannes Golla er við öllu viðbúinn á línunni. Mynd/EPA

Teitur Örn Einarsson lék í hægra horninu hjá Flensburg í kvöld gegn Barcelona í Barcelona í síðasta leik liðanna í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Selfyssingurinn skoraði eitt mark í sjö marka tapi liðsins, 29:22.


Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas fór hamförum í marki Barcelona í leiknum. Hann varði 18 skot, 45%. Með sigrinum hreppir Barcelona efsta sæti B-riðils og situr yfir ásamt Vive Kielce í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Kielce lauk keppni í gær og varð í öðru sæti.


Eftir leiki kvöldsins liggur fyrir hvaða lið mætast í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar:

Flensburg – Pick Szeged
Elverum – PSG
Porto – Montpellier
RK Vardar – Veszprém

Fyrri leikir verða 30. og 31. mars en þeir síðari 6. og 7. apríl.


Í átta liðaúrslitum mætast:
RK Vardar eða Veszprém – Aalborg
Porto eða Montpellier – Vive Kielce
Elverum eða PSG – THW Kiel.
Flensburg eða Pick Szeged – Barcelona.

Fyrri leikir verða 11. og 12. apríl en þeir síðari 18. og 19. apríl.

Gómez skoraði níu mörk

Aleix Gómez var markahæstur hjá Barcelona í kvöld með níu mörk. Eins og stundum áður þá var Hampus Wanne markahæstur hjá Flensburg. Hann skoraði sex mörk í kvöld. Wanne hefur sterklega verið orðaður við Barcelona eftir að ljóst varð að hann yfirgefur Flensburgliðið í sumar.


Veszprém vann PSG í París með eins marks mun í miklum markaleik, 40:39, eftir að hafa einnig verið marki yfir í hálfleik, 20:19. Nikola Karabatic skoraði átta mörk fyrir PSG en Petar Neneadic skoraði níu fyrir ungverska liðið sem hafnar í fjórða sæti B-riðls.


Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi franska liðsins Montpellier þegar liðið gerði jafntefli við ungversku meistarana, Pick Szeged, 29:29, í Ungverjalandi.


Lokastaðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar karla:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -