- Auglýsing -
- Arnór Atlason þjálfari Holstebro stýrði liði sínu, TTH Holstebro, til sigurs á Skanderborg AGF, 34:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær. Leikurinn fór fram í Holstebro. Með sigrinum færðist TTH Holstebro upp í sjöunda sæti með níu stig að loknum 10 umferðum.
- Brasilíska handknattleikskonan Isabella Fraga hefur fengið félagaskipti og leikheimild með KA/Þór og verður þar með gjaldgeng með liðinu í næsta leik sem verður við Berserki í Poweradebikarnum annað kvöld. Systir Isabellu, Rafaele Nascimento Fraga, fékk leikheimild fyrr í mánuðinum og hefur þegar leikið að minnsta kosti einu sinni með KA/Þór.
- Handknattleikskonan Tinna Valgerður Gísladóttir hefur fengið tímabundin félagaskipti frá Gróttu til Þýskalands. Ekki kemur fram á félagaskiptasíðu HSÍ til hvaða félags í Þýskalands Tinna Valgerður er komin.
- Jóna Margrét Ragnarsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Selfoss í Grill 66-deildinni fékk snemma í október félagaskipti frá Stjörnunni til Selfoss. Jóna Margrét lagði keppnisskóna á hilluna fyrir nokkrum árum en lék síðustu árin með Stjörnunni.
- Áfram streyma handknattleiksmenn til Hvíta riddarans sem leikur í 2. deild karla. M.a. þeirra sem nýlega hafa fengið félagaskipti til riddaraliðsins eru Ásgeir Jónsson, Bjarki Lárusson, Gestur Ólafur Ingvarsson, Hrafn Ingvarsson og Kristófer Karl Karlsson.
- Embla Jónsdóttir er komin heim frá Noregi og hefur fengið skipti til síns gamla félags, FH. Hún var m.a. í liði FH-inga í sigurleiknum á Fjölni á dögunum. Embla var einnig um skeið í Þýskalandi og lék m.a. nokkra leiki með Göppingen í næst efstu deild.
- Svava Lind Gísladóttir gekk í haust til liðs við FH í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Hún kom til félagsins frá Fjölni/Fylki. Svava Lind leikur í vinstra horni.
- Auglýsing -