- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron á HM, Palicka, Claar, Wiencek, Ernst, Alfreð

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, er komið í undanúrslit í Asíukeppninni í handknattleik eftir að hafa unnið öðru sinni í milliriðlakeppni mótsins. Barein vann Írak, 34:31 og er fyrir vikið efst í öðrum milliriðlinum með fjögur stig eins og Íran sem Barein mætir í lokaumferðinni á morgun. Í hinum milliriðli mótsins er Katar komið áfram en baráttan um annað sætið stendur á milli landsliða Suður Kóreu og Sádi Arabíu.
  • Asíukeppnin fer fram fram í Sádi Arabíu að þessu sinni. Fimm efstu þjóðirnar tryggja sér þátttökurétt á HM á næsta ári og þar með er ljóst að Aron og Bareinar eru öruggir um farseðilinn á HM sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar að ári liðnu. Asíumótinu lýkur á mánudaginn.

  • Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í gær þegar markvörðurinn Andreas Palicka og Felix Claar, markahæsti leikmaður liðsins á EM, greindust með kórónuveiruna. Svíar mæta Norðmönnum í dag þar sem sæti í undanúrslitum mótsins er í húfi fyrir þá. Norðmenn eru þegar komnir áfram.
  • Niclas Ekberg og Daniel Pettersson voru þegar fyrir í einangrun af leikmönnum sænska landsliðsins. Jonathan Edvardsson slapp hinsvegar úr prísundinni í gær. Hampus Olsson kom til Bratislava í gær og verður í sænska hópnum í dag.

  • Ekkert lát er á smitum innan þýska landsliðsins. Í gær kom í ljós að Patrick Wiencek og Simon Ernst eru smitaðir. Í gærkvöld voru 14 leikmenn heilir heilsu í þýska liðinu og leika þeir síðasta leik þess á mótinu, gegn Rússum, í lokaumferð milliriðils tvö í Bratislava.
  • Fimmtán þýskir handknattleiksmenn hafa smitast af covid á mótinu og verður Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari væntanlega feginn þegar mótinu verður lokið. Þjóðverjar fara heim á morgun. Þeir eiga ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum EM.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -