- Auglýsing -
- Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein unnu stórsigur í fyrstu umferð riðlakeppni Asíumótsins í handknattleik karla í Sádi Arabíu í gær. Barein vann landslið Víetnam, 46:14, eftir að hafa verið yfir, 28:5, að loknum fyrri hálfleik. Barein mætir landsliði Usbekistan í annarri umferð mótsins í dag.
- Domagoj Duvnjak hefur ekkert og mun héðan af ekki leika með Króötum á Evrópumótinu í handknattleik. Króatíska handknattleikssambandið staðfesti þetta í morgun. Duvnjak er meiddur á baki og læknismeðferð sem hann hefur verið í síðustu daga hefur ekki borið skjótan árangur. Duvnjak verður þar með ekki í króatíska landsliðinu sem mætir Íslendingum í milliriðlakeppni EM á mánudaginn.
- Fjölmiðlar í Slóveníu telja sig hafa heimildir fyrir því að þjálfara karlalandsliðsins, Ljubomir Vranjes, verði sagt upp eftir að slóvenska landsliðinu lánaðist ekki að komast í milliriðlakeppni EM. Vranjes er með samning um þjálfun landsliðsins fram yfir Ólympíuleikana 2024.
- Þjóðverjinn Michael Biegler hefur sagt starfinu sínu lausu sem landsliðsþjálfari Úkraínu. Hann tók við starfinu snemma árs. Úkraínumenn töpuðu öll leikjum sínum á EM og eru á heimleið.
- Hollendingurinn Kay Smits er markahæsti leikmaður EM að riðlakeppninni lokinni með 32 mörk. Hann er fyrsti handknattleiksmaðurinn í sögunni sem skorar yfir 30 mörk í þremur fyrstu leikjum Evrópumótsins. Oleg heitinn Velykyy skoraði slétt 30 mörk fyrir landslið Úkraínu árið 2000 og Snorri Steinn Guðjónsson 29 mörk fyrir íslenska landsliðið á EM í Sviss 2006.
- Franski landsliðsmaðurinn Karl Konan greindist í gær með covid og verður frá keppni á næstunni. Konan hefur leikið stórt hlutverk í varnarleik Frakka.
- Mindaugas Andriuška landsliðsþjálfari Litáen og fyrrverandi leikmaður ÍBV sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari þegar landslið Litáen lauk keppni á EM í fyrradag.
- Auglýsing -