- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Berta, Andrea, Sandra, Elías, Alexandra, Jakob, Aron, Sveinn, Sveinbjörn, Orri

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Holstebro håndbold. Mynd/Holstebro Håndbold
- Auglýsing -
  • Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir Holstebro þegar liðið vann sinn fjórða leik í dönsku 1. deildinni í handknattleik þegar það sótti DHG Odense heim í gær, 32:27. Holstebro féll úr úrvalsdeildinni í vor og virðast leikmenn liðsins hafa sett stefnuna á að fara rakleitt upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Bjerringbro FH  er einnig taplaust eftir fjórar viðureignir. 
  • Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk fyrir EH Aalborg þegar liðið vann Søndermarkens IK, 31:20, á heimavelli í gær. EH Aalborg er í þriðja sæti 1. deildar með 6 stig eftir fjóra leiki. 

  • Sandra Erlingsdóttir skoraði ekki mark fyrir Metzingen í gær þegar liðið tapaði fyrir Leverkusen, 26:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Metzingen hefur tvö stig eftir fjóra leiki í 11. sæti af 14 liðum. Þetta var fyrsti sigurleikur Leverkusen. 
  • Ekkert lát er á góðu gengi Fredrikstad Bkl. undir stjórn Elíasar Más Halldórssonar í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Fredrikstad Bkl. er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö marka sigur á Aker í gær, 33:26, á heimavelli. Alexandra Líf Arnarsdóttir var í leikmannahópi Fredrikstad Bkl en kom lítið við sögu. 
  • Kyndill, liðið sem Jakob Lárusson þjálfar, gerði jafntefli við H71 viðureign tveggja efstu liðanna í úrvalsdeild kvenna í færeyska handknattleiknum í gær, 27:27. H71 var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:10. Liðin eru jöfn með sjö stig í tveimur efstu sætum deildarinnar. 
  • Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Aalborg Håndbold sem vann neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, Midtjylland, 36:29, á heimavelli í gær. Aalborg Håndbold er efst í deildinni með 13 stig eftir sjö leiki. 
  • Sveinn Jóhannsson var í leikmannahópi Skjern en kom lítið við sögu þegar liðið tapaði fyrir Kolding, 29:23, í Kolding í gær. Skjern situr í 5. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir sjö leiki. Kolding heldur hinsvegar áfram að koma á óvart. Liðið er í öðru sæti með 12 stig.

  • Sveinbjörn Pétursson varði 12 skot, þar af þrjú vítaköst, þegar EHV Aue vann B-lið Füchse Berlin, 29:19, á heimavelli. EHV Aue er efst í einum riðla þýsku 3. deildarinnar með 14 stig eftir sjö leiki. 
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk í óvæntu tapi Elverum fyrir Halden, 30:23, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var annað tap Elverum í deildinni á leiktíðinni sem þykir talsverðum tíðindum sæta. Elverum er í þriðja sæti eftir fimm leiki með sex stig, er fjórum stigum á eftir Kolstad. Drammen og Kristiansand Topphåndball hafa einnig sex stig eftir fimm leiki eins og Elverum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -