- Auglýsing -
- Væntanlegir leikmenn Fram á næsta keppnistímabili, Luka Vukicevic og Marko Coric, unnu austurrísku bikarkeppnina í handknattleik karla á laugardaginn með liði sínu, Bregenz. Þeir skoruðu fimm mörk hvor í úrslitaleiknum sem Bregenz vann, 32:30, gegn Handball Tirol.
- Óskar Ólafsson skoraði átta mörk en Viktor Petersen Norberg ekkert þegar lið þeirra, Drammen, tapaði öðru sinni fyrir Arendal, 33:31, í undanúrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikið var á heimavelli Arendalliðsins, Sør Amfi. Leikmenn Drammen fá nú ellefu daga til herða upp hugann áður en þriðji leikurinn fer fram í Drammen.
- Sara Xiao Reykdal, markvörður, hefur ákveðið að ganga til liðs við Víking frá Fram þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Sara sem er 18 ára hefur verið í öllum yngri landsliðum í handbolta og var á dögunum valin í æfingahóp U18 ára landsliðsins. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún meðal annars leikið yfir 30 leiki með Fram U í Grill66-deildinni.
- Guðmundur Bragi Ástþórsson lék ekki með Haukum gegn ÍBV í þriðja leik liðanna á laugardagin sökum veikinda. Vonir standa til að hann verði klár í slaginn í kvöld þegar liðið liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum.
- Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, glímir við meiðsli og kom nær ekkert við sögu í leiknum við Hauka á laugardaginn. Hann kom inn á leikvöllinn til þess að taka eitt vítakast. Óvíst er hversu mikið hann getur beitt sér í kvöld í fjórða leik ÍBV og Hauka sem fram fer í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og hefst klukkan 18.
- Victor Máni Matthíasson leikmaður Fjölnis var í gær úrskurðaður í eins leiks banna á fundi aganefndar HSÍ í gær. Victor Máni hlaut útilokun með skýrslu í viðureign Fjölnis og ÍR í umspil Olísdeildar karla á sunnudaginn. Victor Máni byrjar leiktíðina í haust á að taka út bannið vegna þess að Fjölnir hefur lokið keppni á Íslandsmótinu sem er að renna sitt skeið á enda.
- Daninn Kim Rasmussen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Suður Kóreu í handknattleik kvenna. Landi hans, Bo Rudgaard, verður aðstoðarþjálfari. Samningur þeirra í Suður Kóreu gildir fram yfir Ólympíuleikana í París eftir rúm tvö ár. Rasmussen hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur m.a. landsliðsþjálfari Ungverjaland, Svartfjallalands og Póllands en með síðarnefnda liðinu náði hann frábærum árangri og komst m.a. í undanúrslit á HM 2013 og 2015. Suður Kórea hefur lengi átt fremsta kvennalandslið Asíu.
- Í gær var einnig greint frá því að Portúgalinn Rolando Freitas hafi verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Suður Kóreu. Freitas er þrautreyndur þjálfari landsliða og félagsliða.
- Auglýsing -