- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Teitur, Gísli, Ómar, Arnar, Arnór, Sveinn, Orri, Örn, Óskar

Bjarki Már Elísson ásamt samherjum í Lemgo. Mynd/Lemgo Lippe
- Auglýsing -
  • Stórleikur Bjarka Más Elíssonar fyrir Lemgo dugði liðinu ekki er það fékk Hannover-Burgdorf í heimsókn í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már skorað 12 mörk í 13 skotum, þar af skoraði hann fjögur mörk úr vítaköstum. Lemgo tapaði með tveggja marka mun, 33:31. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Lemgo er í níunda sæti með 13 stig eftir 12 leiki. Hannover-Burgdorf er hinsvegar í 15. sæti af 18 liðum með átta stig en hefur lokið 11 leikjum.
  • Teitur Örn Einarsson skorað sex mök í 11 skotum og átti þrjár stoðsendingar þegar Flensburg lagði Wetzlar, 27:25, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handkattleik í gær. Flensburg-liðið er í fjórða sæti með 16 stig að loknum 11 leikjum.
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar fyrir Magdeburg er liðið vann GWD Minden, 31:26, í Minden í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannhópi Magdeburg í leiknum. Þetta var fyrsti leikur Magdeburg í nærri því tvær vikur eftir að kórónuveirunni stakk sér niður í herbúðir liðsins. Magdeburg er efst í deildinni og taplaust eftir 12 leiki með 24 stig og er fjórum stigum á undan Kiel sem hefur auk þess leikið einum leik fleira.

  • Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen er liðið tapaði á útivelli fyrir HSV Hamburg, 26:25, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Elvar Örn Jónsson skoraði ekki fyrir Melsungen en átti tvær stoðsendingar. Alexander Petersson var ekki heldur á meðal markaskorara liðsins. Melsungen er í 7. sæti með 14 stig eftir 13 viðureignir.
  • Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer þegar liðið steinlá í heimsókn til Füchse Berlín, 32:17, í gær. Bergischer situr í 13. sæti með 10 stig þegar liðið hefur lokið 13 leikjum.
  • Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk í jafnmörgum tilraunum þegar lið hans SönderjyskE vann Ringsted með tíu marka mun, 38:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær á heimavelli. SönderjyskE situr í níunda sæti deildarinnar með 11 stig að 13 leikjum loknum.
  • Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Elverum er komnir með sjö stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með 24 stig eftir 12 leiki. Orri Freyr skoraði fjögur mörk fyrir Elverum í gær í tveggja marka sigri á Halden, 37:35 á heimavelli.

  • Örn Vésteinsson Östenberg skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Tønsberg Nøtterøy þegar liðið vann kærkominn sigur á Bergen, 29:28, í Björgvin í gær í botnslag í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Tønsberg Nøtterøy er í 12. sæti af 14 liðum með sex stig eftir 12 leiki. Sandefjord og Bergen eru fyrir neðan.
  • Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Drammen þegar liðið tapaði með eins marks mun, 29:28, fyrir Dukla Prag í Drammenhallen í gær í 32-lið úrslitum Evrópubikarkeppninnar handknattleik. Viktor Petersen Norberg var ekki í liði Drammen í gær. Síðari viðureignin verður í Prag um næstu helgi.
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Montpellier þegar liðið vann Nimes, 32:29, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Ólafur Andrés lék afar vel í vörninni en þótti full harðhentur í tvígang og mátti sætta sig við að verða vísað af leikvelli í tvær mínútur í hvort skipti. Montpellier situr í áttunda sæti með 11 stig að loknum 11 leikjum og er níu stigum á eftir PSG sem er  í efsta sæti
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -