- Auglýsing -
- Handknattleiksmaðurinn og leikarinn Blær Hinriksson fékk í vikunni verðlaun á Sarajevo kvikmyndahátíðinni fyrir leik sinn í kvikmyndunum Hjartasteini og Berdreymi. Hinrik Ólafsson, faðir Blæs, sagði frá verðlaununum á Facebook.
- Bergur Bjartmarsson er ungur og efnilegur markmaður verður áfram í herbúðum Fjölnis á næsta keppnistímabili í Grill66-deildinni. Bergur var lánaður til Fjölnis frá Fram fyrir ári. Á dögunum gerðu félögin með sér nýtt samkomulag til eins árs um veru Bergs hjá Grafarvogsliðinu.
- Einn af þekktari handknattleiksmönnum Rússa á undanförunum áratugum, Eduard Koksharov, hefur verið ráðinn þjálfari Rostov-Don, sterkasta kvennaliðs í rússneskum handknattleik á undanförnum árum. Svíinn Per Johansson hætti þjálfun liðsins í vor eftir tvö ár við stýrið. Rússi hefur ekki þjálfað Rostov-Don í átta ár.
- Hinn sigursæli þjálfar karlaliðs Sävehof í Svíþjóð, Michael Apelgren, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari sænska karlalandsliðsins til næstu tveggja ára. Hann verður áfram þjálfari Sävehof. Apelgren tekur við starfinu hjá landsliðinu af Martin Boquist sem fékk ekki nýjan samning í vor við sænska handknattleikssambandið.
- Austurríski handknattleiksmaðurinn Janko Bozovic og Eistinn Karl Toom hafa kvatt þýska handboltann og samið við Al Sulaibikhat í Kúveit. Bozovic hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli en hann lék síðast undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Toom var hinsvegar samherji Tuma Steins Rúnarssonar hjá Coburg á síðasta vetri. Handknattleikurinn er ekkert sérstakur í Kúveit en það mun vera hægt að hafa sæmilegan pening upp úr krafsinu, ekki síst miðað við leikjaálag
- Auglýsing -