- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Burst hjá Aroni, Andersson og Sunnefeldt

Aron Pálmarsson. Mynd/Barcelona
- Auglýsing -
  • Aron Pálmarsson skoraði eitt mark og fékk að spara mestu kraftana þegar Barcelona rúllaði yfir  Puerto Sagunto, 43:25, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í jafnmörgum leikjum í deildinni á keppnistímabilinu. Leikið var í Barcelona. Aleix Gómez Abelló skoraði 11 mörk í 13 skotum fyrir Barcelona og Casper Mortensen var næstur með sjö mörk. Gonzalo Perez de Vargas, landsliðsmarkvörður Spánar, og hinn danski Kevin Möller voru með nærri 40% hlutfallsmarkvörslu en þeir skiptu leiknum á milli sín í marki Katalóníuliðsins. 
  • Sænski markvörðurinn Mattias Andersson lék í gærkvöld sinn fyrsta leik með THW Kiel í 12 ár en rétt 19 ár eru síðan hann gekk til liðs við félagið, þá 23 ára gamall. Andersson fór frá Kiel til Grosswallstadt og þaðan til Flensburg þar sem hann taldi vera nóg komið fyrir tveimur árum og ákvað að hætta keppni. Andersson var ráðinn markvarðaþjálfari Kiel fyrir ári og nú hefur hann tekið fram keppnisskóna og gallann á ný og hleypur í skarðið um stundarsakir vegna meiðsla annars markvarðar liðsins, Niklas Landin. Andersson er þó einungis varamarkvörður liðsins. Hann stóð í marki Kiel í gærkvöld í rúmar þrjár mínútur gegn Hannover Burgdorf og varði tvö skot. Kiel vann leikinn, 34:31.
  • Eins og kom fram í molakaffinu í fyrr í vikunni þá var sænski handknattleiksmaðurinn Oskar Sunnefeldt undir smásjá Kiel. Í gær var tilkynnt að félagið hafi gengið frá samkomulagi við hinn 22 ára gamla  leikmann og keypt hann frá SönderjyskE í Danmörku. Sunnefeldt á að fylla upp í skarð sem Nikola Bilyk skilur eftir sig. Bilyk sleit krossband í lok ágúst. Sunnefeldt lék með IK Sävehof áður en hann kom til SönderjyskE í fyrr og var m.a. samherji Ágústs Elí Björgvinssonar, markvarðar, í meistaraliði IK Sävehof vorið 2019.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -