- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Byrjaði utandyra, U17, Savvas, enn af Kolstad

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Andri Már Rúnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir þýska handknattleiksliðið SC DHfK Leipzig í gær en þá lék liðið utandyra við Dessau-Roßlauer HV 06 að viðstöddum um 1.500 áhorfendum. Dessau-Roßlauer HV 06 vann leikinn, 25:21. Leiktíminn var 2×20 mínútur og var leikið á viðarþiljum sem lagðar voru á grasblett.
Frá leik . Dessau-Roßlauer HV 06 og SC DHfK Leipzig fram fór utandyra í gær. Mynd/megawoodstock.com – Stefan Jorde
  • Rétt áður en flautað var til leiks gerði skúrir sem stóðu stutt yfir. Fínt veður var meðan leikurinn stóð yfir og fyrir flesta leikmenn var það ný reynsla að leika handknattleik utandyra. Andri Már gekk til liðs við SC DHfK Leipzig í upphafi vikunnar þegar æfingar liðsins hófust. Engum sögum fer af því hvort Andri Már eða Viggó Kristjánsson skoruðu mörk í leiknum. 
  • U17 ára landslið karla í handknattleik fer í dag til Maribor í Slóveníu þar sem keppni hefst á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar á mánudaginn.  Fyrsti leikurinn verður gegn norska landsliðinu síðdegis á mánudaginn. Upplýsingar um leikmannahópinn og leikjadagskrá er að finna hér
  • Gríska liðið Olympiacos heldur áfram að raka til sín leikmönnum. Í gær var sagt frá komu Savvas Savvas til félagsins. Savvas, sem er grískur landsliðsmaður, hefur leikið með þýskum félagsliðum síðustu níu ár. Hann var síðast hjá ASV Hamm-Westfalen sem féll úr efstu deild í vor. Savvas er áttundi nýi leikmaðurinn sem Olympiacos hefur samið við síðustu vikurnar. 
  • Sander Sagosen helsta kempa norska meistaraliðsins Kolstad segir út í bláinn að halda því fram að vísa eigi liðinu úr Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir fjárhagserfiðleika. Frank Bohmann framkvæmdastjóri þýsku deildarkeppninnar krafðist þess í vikunni að félaginu væri vísað úr keppni vegna vandræðanna. Hann taldi forráðamenn Kolstad ekki hafa verið ærlega gagnvart EHF vegna fjárhagsstöðunnar þegar sótt var boðskort í Meistaradeildina, boðskort sem félagið fékk. 
  • Annar norskur landsliðsmaður sem gekk til liðs við Kolstad í sumar, Gøran Johannessen, segir ásakanir eða afskipti Bohmann vera óviðunandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -